Ítalski boltinn

Inter í engum vandræðum með meistarana
Ríkjandi Ítalíumeistarar Napoli tóku á móti núverandi toppliði deildarinnar, Inter Milan, í stórleik helgarinnar úr ítalska boltanum. Gestirnir gerðu sér góða ferð og unnu leikinn örugglega að endingu 0-3.

Lærisveinar Pirlo steinlágu fyrir Birki og félögum í Brescia
Birkir Bjarnason setti annað mark sitt í síðustu þremur leikjum þegar Brescia lagði Sampdoria örugglega að velli. Lærisveinar Andrea Pirlo klóruðu í bakkann undir lokin eftir algjöra yfirburði Brescia og minnkuðu muninn í 3-1, sem urðu lokatölur leiksins.

Jafntefli í toppslagnum í Tórínó
Tvö efstu lið ítölsku úrvalsdeildarinnar, Juventus og Inter, áttust við í stórleik helgarinnar en staðan á toppnum er óbreytt þar sem liðin skildu jöfn, 1-1.

Balotelli í hörðum árekstri í gærkvöldi
Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli er engum líkur og honum tókst að koma sér tvisvar í fréttirnar í gær. Balotelli byrjaði daginn á því að kalla eftir því að hann fengi annað tækifæri með ítalska landsliðinu en endaði daginn hins vegar á því að klessa bílinn sinn.

Albert framlengir við Genoa
Albert Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við Genoa á Ítalíu. Hann hefur verið orðaður við stórlið víða um Evrópu.

Segir að Albert muni framlengja við Genoa
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano skrifar á X nú síðdegis að Albert Guðmundsson muni á næstunni skrifa undir langtímasamning við félag sitt Genoa.

Fær nýjan samning þrátt fyrir að vera í banni fyrir brot á veðmálareglum
Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn gildir til ársins 2028, en Fagioli er í banni út yfirstandandi tímabil fyrir bot á veðmálareglum.

Mourinho: „Stórkostlegt hvernig Pedro stingur sér til sunds“
José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, skaut föstum skotum að Pedro, leikmanni Lazio, eftir Rómarslaginn í gær. Hann sagði að Spánverjinn gæti gert góða hluti í annarri íþrótt.

Cesc Fabregas fær stöðuhækkun og fyrsta stjórastarfið
Spænska knattspyrnugoðsögnin Cesc Fabregas er að reyna fyrir sér sem knattspyrnuþjálfari og nú hefur hann fengið sitt fyrsta stóra starf.

Ítölsku meistararnir reka þjálfarann sinn
Rudi Garcia entist ekki nema í nokkra mánuði sem þjálfari ítölsku meistaranna í Napoli.

Inter á toppinn á Ítalíu
Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildina í knattspyrnu, þökk sé 2-0 sigri á Frosinone í síðasta leik dagsins.

Markalaust í Róm
Lazio og Roma gerðu markalaust jafntefli í borgarslagnum um Róm í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Miðverðirnir tryggðu Juve sigurinn
Juventus er komið í efsta sæti Serie A um stundarsakir að minnsta kosti eftir sigur á Cagliari í dag.

Daníel Leó á skotskónum þökk sé Kristali Mána
Fjöldi íslenskra knattspyrnumanna var á ferð og flugi í Evrópu í kvöld. Íslendingalið Sönderjyske stefnir á dönsku úrvalsdeildina. Þá virðist Rúnar Þór Sigurgeirsson vera í góðum málum hjá Willem II í Hollandi.

Pomigliano hætti við að hætta: Ekki líta á þetta sem veikleika hjá okkur
Ítalska kvennaliðið Pomigliano hefur tekið U-beygju og hætt við að draga kvennaliðið sitt úr keppni í Seríu A í fótbolta.

Líkir stöðu Alberts við þá sem hann kynntist hjá Salah
Hollenski miðjumaðurinn Kevin Strootman fer fögrum orðum um samherja sinn hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Genoa, Íslendinginn Albert Guðmundsson. Albert hefur farið á kostum á yfirstandandi tímabili og er Strootman hræddur um að Íslendingurinn verði ekki lengi á mála hjá Genoa í viðbót, haldi hann áfram að spila svona.

Draga lið sitt úr keppni í efstu deild á Ítalíu í mótmælaskyni
Kvennalið Pomigliano, sem spilar í efstu deild á Ítalíu, hefur dregið lið sitt úr keppni eftir aðeins sex leiki.

Fyrsta markið fyrir uppeldisfélagið tryggði sigur
Þrátt fyrir mikla yfirburði mátti Fiorentina þola 0-1 tap gegn Juventus á Artemio Franchi leikvanginum í 11. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tvítugur leikmaður uppalinn hjá Juventus skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið og tryggði sigurinn.

Sagði Albert uppgötvun tímabilsins og kallaði hann hinn íslenska Dybala
Albert Guðmundsson hefur farið á kostum með Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og fékk skemmtilegt hrós í vinsælu hlaðvarpi.

Sjáðu markið: Albert reyndist hetja Genoa í framlengdum leik
Albert Guðmundsson reyndist hetja Genoa er liðið bar 2-1 sigur úr býtum gegn Reggiana í framlengdum leik í 32-liða úrslitum ítalska bikarsins í fótbolta í dag.

42 ára maður lést á Diego Armando Maradona leikvanginum
Stuðningsmaður Napoli var að reynast að stelast inn á leik Napoli og AC Milan í ítalska boltanum um helgina en það ferðalag hans endaði skelfilega.

Albert Guðmundsson er nú aftur markahæstur Íslendinga í Seríu A
Albert Guðmundsson jafnaði íslenska markametið í Seríu A á Ítalíu þegar hann skoraði sigurmark Genoa um helgina.

Meistararnir komu til baka gegn AC Milan
Ítalíumeistarar Napolí og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli í lokaleik dagsins í Serie A. Gestirnir frá Mílanó komust 2-0 yfir en meistararnir lögðu aldrei árar í bát.

Thuram skaut Inter á toppinn
Sigurmark Marcus Thuram gegn Roma þýðir að Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Óvænt hetja hjá Juventus sem er komið á toppinn
Það tók Juventus sinn tíma að skora gegn Hellas Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld en það tókst á endanum. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimaliðsins sem tyllti sér um leið á topp Serie A.

Liverpool og Chelsea fylgjast grannt með stöðu mála hjá Osimhen
Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Chelsea fylgjast grannt með samningsstöðu Victors Osimhen um þessar mundir.

Albert skoraði sigurmarkið
Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Genoa í 1-0 sigri á Salernitana í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld.

Mourinho sá rautt, lét Gomez heyra það og missir af næsta leik
Þrátt fyrir að vera orðinn sextugur á knattspyrnuþjálfarinn José Mourinho það til að leyfa skapi sínu að hlaupa með sig í gönur. Það gerðist síðast í gær, sunnudag, þegar lið hans vann mikilvægan sigur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Heimsmeistarinn kennir hóstasafti sonarins um fall sitt á lyfjaprófi
Papu Gomez varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu í fyrra en innan við ári síðar er hann á leiðinni í bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Albert pissaði í sig af hræðslu en stökk samt
Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var stóru viðtali í helgarblaði ítalska stórblaðsins Gazzetta dello Sport, Sportweek, um helgina og lýsti þar meðal annars yfir að hann væri ekki hinn dæmigerði Íslendingur.