Fleiri fréttir

Perez Hilton mælir með Hafdísi Huld

Einn frægasti og vinsælasti bloggari heims, slúðurberinn Perez Hilton, fer fögrum orðum um tónlist Hafdísar Huldar á heimasíðu sinni. Perez hefur sérhæft sig í slúðri af ríka og fræga fólkinu í Bandaríkjunum og víðar og sækja milljónir manna síðu hans daglega.

Megas í fyrsta sinn í Höllinni

Laugardaginn 13. október næstkomandi mun tímabótaviðburður eiga sér stað í íslensku tónlistarlífi þegar Megas stígur á stokk í Laugardalshöllinni og heldur sína allra fyrstu stórtónleika ásamt Senuþjófunum.

Leit að Nylon stúlku slegin af

Ekkert verður af fyrirhuguðum sjónvarpsþætti Nylon flokksins á Stöð 2 Sirkuss í haust eins og efni stóðu til. Búið var að gera samkomulag um raunveruleikaþætti sem áttu að fjalla um fyrirhugaðar áheyrnarprufur hjá Nylon og upptökur erlendis í kjölfarið. Ástæða þess að hætt er við þættina er sú að stúlkurnar vilja ekki bæta meðlimi við flokkinn eftir vel heppnaða framkomu á Kaupþingstónleikunum á föstudaginn síðastliðinn.

Skammbyssa Presleys fannst á kamri

Skammbyssa, sem stolið var úr After Dark safninu sem tileinkað er Elvis Presley, fannst á kamri fyrir utan safnið. Ræstingarmaðurinn Janitor Travis Brookins fann byssuna þegar hann var að þrífa kamarinn. Byssan var tekin úr sýningarkassa á safninu í Graceland þann 16. ágúst síðastliðinn þegar fjöldi fólks var þar saman kominn til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá dauða rokkkóngsins.

Donald Trump réttir partígellum hjálparhönd

Það má segja að þeim Britney Spears, Linsay Lohan og Paris Hilton veiti ekki af hjálparhönd. Nú hefur boð um hjálp borist úr ólíklegustu átt. Donald Trump mun nefnilega vera að falast eftir því að fá þær í stjörnuútgáfu af sjónvarpsþætti sínum The Apprentice.

Nóg af þingmönnum í Vesturbænum

Ágúst Ólafur Ágústson, þingmaður Samfylkingarinnar, er búinn að setja hús sitt í Vesturbænum á sölu og hyggst flytja í draumahúsið í Rauðagerði sem hann festi kaup á í sumar.

Mel B ver bónda sinn

Kryddpían Mel B hefur nú í fyrsta skipti tjáð sig um þann orðróm að hinn nýbakaði eiginmaður hennar sé ofbeldismaður. Kvikmyndaframleiðandinn, Stephen Belafonte, hlaut skilorðsbundinn dóm árið 2003 fyrir að leggja hendur á fyrrverandi eiginkonu sína Nicole Contreras og var auk þess gert að sitja námskeið fyrir menn sem beita heimilisofbeldi.

Keira gagnrýnir þá sem sækjast eftir frægð

Pirates of the Caribbean stjarnar, Keira Knightley, hefur ráðlagt þeim sem sækjast eftir frægð og frama að sækja frekar um vinnu á hlutabréfamörkuðum. "Það vekur ugg hjá mér þegar krakkar segjast vilja verða frægir," sagði hin 22 ára gamla leikkona í viðtali við Radio Times.

Er Jen ástfangin?

Mikil óvissa ríkir um ástarlíf Jennifer Aniston þessa dagana. Hún virðist þó hamingjusöm og það er nú fyrir öllu. Sá sem kætir stúlkuna er módelið Paul Sculfor en mánuðum saman hafa verið uppi getgátur um að þau séu par. Jennifer heldur því þó staðfastlega fram að þau séu einungis góðir vinir.

K-Fed í One Tree Hill

K-fed, hinn illa þokkaði fyrrverandi eiginmaður Britney Spears, ætlar að leika í þætti af One Tree Hill. Honum hefur í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að gera lítið annað en að mergsjúga digra sjóði Spears til að fjármagna meðal annars misheppnaðan tónlistarferil.

Skammbyssu Elvis stolið úr After dark safninu

Skammbyssu sem var í eigu rokkkóngsins Elvis Presley var stolið úr After dark safninu í Graceland sem tileinkað er söngvaranum. Byssunni var stolið þann 16. ágúst síðastliðinn þegar fjöldi fólks var þar saman kominn til að minnast þess að þrjátíu ár voru liðin frá dauða kóngsins.

Pavarotti þarf að gangast undir frekari rannsóknir

Óperusöngvarinn Luciano Pavarotti mun þurfa að dvelja áfram á spítala til að gangast undir krabbameinsrannsóknir. Tenórinn var fluttur á spítala í Mondena á Ítalíu fyrir tveimur vikum með mikinn hita. Skömmu síðar bárust fregnir af því að það ætti að útskrifa hann en nú vilja læknar halda honum lengur.

Beckham berfættur

Það verður seint sagt um David Beckham að hann kunni ekki að meta aðdáendur sína. Hann gekk meira að segja svo langt á dögunum að hann gaf einum þeirra skóna sína.

Paltrow pirruð á Brangelinu

Óskarsverðlaunaleikkonan, Gwyneth Paltrow, lét hafa það eftir sér árið 2003 að henni þætti svo gott að koma til Chicago því þar væru engir paparazzi ljósmyndarar. Paltrow sem nú er stödd í Chicago til að kynna nýtt ilmvatn er ekki lengur sama sinnis en hún kom til borgarinnar á sama tíma og fyrrum kærasti hennar Brad Pitt.

Paris í Big Brother?

Partýgellan Paris Hilton íhugar nú alvarlega að taka tilboði um að vera með í stjörnuþætti Big Brother en henni hefur samkvæmt The Sun verið boðin 300.000 pund eða fjörtíu milljónir íslenskra króna fyrir. Paris er mikið í mun að bæta orðstír sinn í Bretlandi og er tilbúin að láta loka sig inni í þrjár vikur fyrir framan sjónvarpsvélar Cannel 4.

Tryggvi tekur upp eigin tónlist í bústaðnum

Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, leggur stund á það að taka upp eigin lög á Apple tölvuna sína í sumarbústaðnum. Tryggvi hefur löngum verið mikill tónlistaráhugamaður og stýrir ásamt Einari Bárðasyni áhættusjóðnum Tónvís sem er í eigu FL group og tekur þátt í útrás íslenskra tónlistarmanna.

Rowling skrifar glæpasögu á kaffihúsum Edinborgar

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna, hefur undanfarið sést við skriftir á kaffihúsum í Skotlandi og mun hún vera að vinna að gerð glæpasögu. The Sunday Times hefur þetta eftir Ian Rankin kollega hennar og nágranna. "Það er frábært að hún sé ekki hætt að skrifa á kaffihúsum Einborgar," sagði Rankin sem sjálfur er þekktur fyrir lögreglusögur sínar sem gerast í borginni.

Pete Doherty handtekinn eina ferðina enn

Pete Doherty, söngvari hljómsveitarinnar Babyshamles og fyrrverandi kærasti Kate Moss, var handtekin í austurhluta London í nótt grunaður um vörslu fíkniefna. Lögregla stöðvaði bíl sem Doherty var farþegi í einungis nokkrum klukkutímum eftir að hann kom, ásamt hljómsveit sinni, fram á V hátíðinni í Hylands Park í Chelmsford. Að sögn áhorfanda endaði hann atriðið á því að eyðileggja trommusett.

Federline segir Britney vera drykkfellda lesbíu

Britney Spears á það á hættu að missa forræðið yfir drengjunum sínum tveimur til fyrrverandi eiginmanns síns Kevins Federline sem segir hana vera drykkfellda lesbíu. Federline hefur safnað saman fjölda upplýsinga um siðspillta hegðun söngkonunnar sem hann telur skaðlega sonum þeirra, þeim Sean Preston, tæplega tveggja ára og Jayden James, ellefu mánaða.

Ellefu særðust við tökur á nýjustu mynd Tom Cruise

Ellefu manns særðust er þeir féllu niður af pallbíl við tökur "Valkyrie" nýjustu mynd Tom Cruise í Berlín í gærkvöldi. Óhappið varð með þeim hætti að ein hlið bílsins gaf sig í beygju með þeim afleiðingum að fólk á pallinum féll af. Að sögn lögreglunnar í Berlín liggur ein manneskja alvarlega slösuð á spítala.

París komin með nýjan

Hótelerfinginn París Hilton er komin með nýjan kærasta. Sá heitir Adrian Grenier og er leikari. Þekktasta hlutverk hans er í þáttunum Entourage en hann lék líka í The Devil Wears Prada.

Rómantískt frí hjá Vilhjálmi og Kate

Vilhjálmur Bretaprins og kærasta hans, Kate Middleton, eru nú í fríi á eyjunni Desroches í Indlandshafi. Eyjunni er lýst sem rómantískustu eyju heims og hafa bresk dagblöð getið sér til að prinsinn hyggist nota þetta tækifæri til að biðja um hönd kærustunnar.

Vill börn Jacksons

Bresk kona, Nona Jackson, segist vera móðir þriggja barna Michaels Jackson og hefur beðið dómstóla um sameiginlegt forræði yfir þeim. Beiðni hennar hefur verið hafnað vegna skorts á sönnunargögnum.

Skilnaður foreldranna í höfn

Foreldrar ungstirnisins og vandræðagemlingsins Lindsay Lohan eru loksins skilin eftir nokkurra ára deilur um umgengnisrétt yfir yngstu börnum sínum og um skiptingu eigna sinna.

Doherty kominn með nýja kærustu

Breska vikublaðið News of the World heldur því fram að eiturlyfjadólgurinn Pete Doherty, sem hætti nýverið með ofurfyrirsætunni Kate Moss, sé kominn með nýja upp á arminn. Sú ku vera önnur fyrirsæta Irina Lazareanu sem sást fara með Doherty eftir tónleika hljómseitar hans Babyshambles í lok síðustu viku.

Væri dauður án lífvarðarins

Simon Cowell, hinn mjög svo umdeildi breski dómari í American Idol og X-Factor, lýsti því fyrir á blaðamannafundi á laugardaginn að hann fari aldrei út án þess að hafa Tony vin sinn með sér. Tony er maður mikill að vexti svo ekki sé fastar að orði kveðið og er lífvörður hins orðheppna Cowells sem væri löngu dauður að eigin sögn ef Tony nyti ekki við.

Forræðisdeila Brit og K-Fed harðnar til muna.

Lögfræðingur Kevin Federline, Mark Vincent Kaplan, undirbýr nú á fullu réttarhöld sem fram munu fara í næsta mánuði til að úrskurða hver hljóti forræði yfir tveimur börnum sem Britney Spears og Kevin Federline eiga saman. Síðasta útspil Kaplan bendir til þess að deilan sé að harðna til muna.

Frumraun Vinnuskólakrakka í Hafnarfirði

Blaðið Frumraun kom út á föstudaginn en það er unnið af 14-16 ára unglingum í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sem hafa unnið að útgáfunni hörðum höndum í allt sumar

Scarlett feykivinsæl

Leikkonan Scarlett Johansson hefur í nógu að snúast á næstunni því hún hefur tekið að sér hlutverk í þremur nýjum kvikmyndum. Fyrst leikur hún í He"s Just Not That Into You þar sem hún leikur söngkonu sem á í ástarsambandi við kvæntan mann.

Foreldrum Lohan um að kenna

Fyrrverandi lífvörður ungstjörnunnar Lindsayar Lohan, Tony Almeida, segir foreldra leikkonuna ábyrga fyrir óförum hennar. Frá 2002 til 2005, þegar Almeida vann fyrir Lohan, varð hann meðal annars vitni að því þegar leikkonan gerði sjálfsmorðstilraun, neytti fíkniefna og ók undir áhrifum áfengis.

Bjarni Ármannsson setti persónulegt met

Bjarni Ármannson, fyrrverandi forstjóri Glitnis lét sig ekki vanta í Reykjavíkurmaraþonið sem fram fór í dag. Hann hljóp heilt maraþon og setti persónulegt met þegar hann lauk hlaupinu á þremur klukkutímum og 21 mínútu.

Mills vann dómsmál

Breskur ljósmyndari hefur verið dæmdur til að inna af hendi 140 klukkustunda samfélagsþjónustu fyrir að hafa ráðist á Heather Mills, fyrrver­andi eiginkonu Bítilsins Pauls McCartney, og reynt að taka af henni mynd.

Winehouse í vandræðum

Vandræðagemlingurinn Amy Winehouse er komin í meðferð vegna drykkju- og eiturlyfjavandamála sinna og hefur því frestað fyrirhuguðum tónleikum sínum, á V Festival í Bretlandi og Rock en Seine-hátíðinni í Frakklandi.

Níu ára breikari með mikinn metnað

Örlygur Steinar Arnalds, níu ára, er fantagóður breikari. Í vikunni vakti hann athygli fyrir frammistöðu sína á breiksýningu í Kringlunni, enda yngsti breikarinn í hópnum sem þar kom fram.

Leikkonur stílisera flóamarkaðsgesti

Leikkonurnar Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir hafa gramsað í geymslum og safnað saman dóti sem þær munu selja á menningarlegum flóamarkaði í dag.

Alþjóðlegur Palli

Önnur smáskífa Páls Óskars, INTERNATIONAL, af dansplötunni hans "Allt fyrir ástina" kom út í síðustu viku. Lagið var þemalag Gay Pride hátíðarinnar 2007 enda talið endurspegla vel stuðið í Gleðigöngunni niður Laugaveginn.

Múslimar í Malasíu vilja banna Gwen Stefani

Bandaríska söngdívan Gwen Stefani hefur skipulagt tónleika í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, næstkomandi þriðjudag. Nú vilja meðlimir stjórnmálaflokksins PAS, sem er andstöðuflokkur múslima, stoppa tónleikana þar sem þeim þykir ímynd Gwen þess eðlis að hún hæfi ekki malasískum ungmennum.

Bubbi neitar að gefa upp lagalistann

Bubbi Morthens hefur ekki viljað gefa upp listann yfir þau lög sem hann ætlar að spila á afmælistónleikum Kaupþings á Laugardalsvellinum í kvöld. Vegna þess að tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV urðu tónlistarmennirnir, sem fram koma á tónleikunum, að gefa upp lagalista og lengd laga, með góðum fyrirvara. Það á þó ekki við um Bubba sem sagðist hreinlega ekki geta hugsað svona langt fram í tímann.

Alice Cooper opnar kristilega félagsmiðstöð

Þungarokkarinn gamalreyndi Alice Cooper hefur komið hörðustu aðdáendum sínum í opna skjöldu með nýjasta uppátæki sínu. Hinn sjálftitlaði Myrkraprins beitir nú kröftum sínum í að reisa kristilega félagsmiðstöð fyrir táninga á villigötum.

Topparnir í Kaupþing fá enga sérmeðferð

Allir helstu forkólfar Kaupþings munu mæta á 25 ára afmælistónleika fyrirtækisins á Laugardalsvelli í kvöld. Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins, sem búsettur er í Bretlandi, mun til að mynda mæta. Hans bíður þó engin sérstúka því allir tónleikagestir munu sitja við sama borð. Það verður ekki nein heiðursstúka á vellinum í kvöld.

Cowell hættir í sjónvarpi

Hataðasti maður í sjónvarpi, Simon Cowell hefur ákveðið að hætta á skjánum um fimmtugt. Það eru einungis þrjú ár þangað til, en hann heldur því fram að áhorfendur verði allir komnir með ógeð á honum þá hvort eð er. Hann ætlar síðan að einbeita sér að útgáfu á tónlist og framleiðslu sjónvarpsefnis.

Jay-Z með rúma tvo milljarða á ári

Rapparinn Jay-Z er efst á lista sem Forbes tímaritið setti saman yfir tekjuhæstu hip-hop listamenn heims á síðasta ári, en hann þénaði rúma 2,3 milljarða á síðasta ári. Þar skýtur hann ref fyrir rass stjörnum eins og 50 Cent, Timbaland og P-Diddy.

Sjá næstu 50 fréttir