Lífið

Donald Trump réttir partígellum hjálparhönd

Auðkýfingurinn Donald Trump
Auðkýfingurinn Donald Trump MYND/Getty

Það má segja að þeim Britney Spears, Linsay Lohan og Paris Hilton veiti ekki af hjálparhönd. Nú hefur boð um hjálp borist úr ólíklegustu átt. Donald Trump mun nefnilega vera að falast eftir því að fá þær í stjörnuútgáfu af sjónvarpsþætti sínum The Apprentice. Hann telur sig geta snúið ferli þeirra við til hins betra en stúlkurnar hafa allar gengið í gegnum töluverðar hremmingar að undanförnu. Þær hafa allar komist í kast við lögin auk þess að skemmta sér óhóflega.

Donald segir í samtali við Page six að hann sé í samningarviðræðum við Britney. "Við vitum ekki hvað verður, hún er mjög langt niðri. En hún er hrifin af þeirri hugmynd að koma fram í sjónvarpi og ég held að hún yrði frábær."

"Paris Hilton hefur einnig lýst áhuga sínum á því að vera með og við erum að hugsa málið," segir Trump. "Lohan er líka í algjöru rugli. Við höfum ekki spurt hana en ég mun hringja í hana í vikunni. Þetta yrði jákvætt skref fyrir hana...fyrir þær allar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.