Lífið

Skilnaður foreldranna í höfn

Foreldrar Lohan hafa loksins komist að samkomulagi varðandi umgengnisrétt yfir tveimur yngstu börnum sínum.
Foreldrar Lohan hafa loksins komist að samkomulagi varðandi umgengnisrétt yfir tveimur yngstu börnum sínum.

Foreldrar ungstirnisins og vandræðagemlingsins Lindsay Lohan eru loksins skilin eftir nokkurra ára deilur um umgengnisrétt yfir yngstu börnum sínum og um skiptingu eigna sinna.

Dómarinn í málinu var afar sáttur við málalok. „Þið hafið bæði sýnt góða dómgreind í að leysa málið á þennan hátt," sagði hann. Hvorki Lindsay, sem er 21 árs, né bróðir hennar Michael, sem er nítján ára, voru hluti af dómsmálinu.

„Ég óska Dinu alls hins besta og vonandi getum við bæði horft fram á veginn og staðið í stykkinu fyrir börnin okkar," sagði faðirinn Michael Lohan. Móðirin Dina var einnig á sama máli. „Núna fáum ég og börnin mín loksins tíma til að græða sár okkar."

Michael og Dina voru nálægt því að ná samkomulagi fyrir tveimur árum en bið varð á því þegar Michael var dæmdur í fangelsi fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fyrir önnur afbrot. Eftir fangelsisvistina fór hann í meðferð og hefur ítrekað haldið því fram að dóttir sín Lindsay þurfi á sömu þjónustu að halda. Hún er einmitt í meðferð um þessar mundir eftir að hafa verið handtekin fyrir að aka undir áhrifum vímuefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.