Lífið

Bubbi neitar að gefa upp lagalistann

Lögin hans Bubba er leyndó.
Lögin hans Bubba er leyndó. MYND/PÁLL BERGMANN

Bubbi Morthens hefur ekki viljað gefa upp listann yfir þau lög sem hann ætlar að spila á afmælistónleikum Kaupþings á Laugardalsvellinum í kvöld. Vegna þess að tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV urðu tónlistarmennirnir, sem fram koma á tónleikunum, að gefa upp lagalista og lengd laga, með góðum fyrirvara. Það á þó ekki við um Bubba sem sagðist hreinlega ekki geta hugsað svona langt fram í tímann.

Heimildir Vísis herma að Bubbi ætli að koma með látum til leiks í kvöld og hafi leigt sér þyrlu sem muni ferja kónginn á Laugardalsvöll. Þetta hefur þó ekki fengist staðfeswt og vildi umboðsmaður Bubba ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.