Lífið

Beckham berfættur

Beckham fækkar fötum fyrir aðdáendur sína
Beckham fækkar fötum fyrir aðdáendur sína MYND/Getty

Það verður seint sagt um David Beckham að hann kunni ekki að meta aðdáendur sína. Hann gekk meira að segja svo langt á dögunum að hann gaf einum þeirra skóna sína.

Fótboltahetjan gaf börnum í Harlem eiginhandaráritandir á föstudaginn og skrifaði hann á allt sem að honum var rétt. Má þar nefna körfubotla, hafnarbolta, fótbolta, gsm-síma og jafnvel peningaseðla. Þegar hann ætlaði síðan að halda heim bað maður hann um að skrifa á skóna sín. Beckham bætti um betur, fór úr skónum sem hann hafði leikið í allan daginn, gaf manninum og labbaði berfættur út í bíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.