Lífið

Rowling skrifar glæpasögu á kaffihúsum Edinborgar

J.K. Rowling með síðust Harry Potter bók sína
J.K. Rowling með síðust Harry Potter bók sína MYND/Getty
J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna, hefur undanfarið sést við skriftir á kaffihúsum í Skotlandi og mun hún vera að vinna að gerð glæpasögu. The Sunday Times hefur þetta eftir Ian Rankin kollega hennar og nágranna. "Það er frábært að hún sé ekki hætt að skrifa á kaffihúsum Einborgar," sagði Rankin sem sjálfur er þekktur fyrir lögreglusögur sínar sem gerast í borginni.

Eins og frægt er orðið þá skrifaði Rowling uppkastið af fyrstu Potterbókinni á kaffihúsum í Skotlandi. Það gerði hún til að spara rafmagnsreikninginn heima fyrir en hún var þá efnalítil, einstæð móðir. Samkvæmt Forbes tímaritinu er hún nú ríkasta kona Bretlands og bækur hennar sjö um galdrastrákinn Harry Potter hafa selst í meira en 335 milljónum eintaka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.