Lífið

Foreldrum Lohan um að kenna

Tony Almeida, fyrrum lífvörður Lindsayar Lohan, segir ófarir leikkonunnar vera foreldrum hennar að kenna.
Tony Almeida, fyrrum lífvörður Lindsayar Lohan, segir ófarir leikkonunnar vera foreldrum hennar að kenna. MYND/getty

Fyrrverandi lífvörður ungstjörnunnar Lindsayar Lohan, Tony Almeida, segir foreldra leikkonuna ábyrga fyrir óförum hennar. Frá 2002 til 2005, þegar Almeida vann fyrir Lohan, varð hann meðal annars vitni að því þegar leikkonan gerði sjálfsmorðstilraun, neytti fíkniefna og ók undir áhrifum áfengis.

Almeida skellir skuldinni á foreldra leikkonunnar, þau Michael og Dinu Lohan. „Lindsay var mjög indælt og hæfileikaríkt barn, en hún átti enga möguleika á móti foreldrum sínum og Hollywood-kerfinu,“ segir Almeida í viðtali við In Touch Weekly. Hann segir föður Lindsayar hafa verið afar stjórnsaman og óútreiknanlegan. Í eitt skipti sat Almeida í bíl með feðginunum, þegar Michael missti stjórn á sér eftir að Lindsay bað um að fá að vera lengur á tónleikum. „Hann dró hana út úr bílnum. Hann sló hana og kallaði hana druslu,“ segir Almeida, sem kveðst hafa þurft að skerast í leikinn.

Dina Lohan, sem er jafnframt umboðsmaður dóttur sinnar, sleppur ekki heldur. Samkvæmt Almeida leyfði hún dóttur sinni að neyta áfengis og drekka sig rænulausa þegar hún var enn barnung. Þegar Lindsay var fimmtán ára leyfði móðirin dóttur sinni að verja nóttinni með þáverandi kærasta sínum, Aaron Carter. „Þau virkuðu bara ánægð með að hún hefði valið einhvern sem gæti hjálpað henni með tónlistarframann,“ segir Almeida.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.