Lífið

Væri dauður án lífvarðarins

Simon Cowell treystir á lífvörðinn sinn.
Simon Cowell treystir á lífvörðinn sinn. Nordic Photos/Getty

Simon Cowell, hinn mjög svo umdeildi breski dómari í American Idol og X-Factor, lýsti því fyrir á blaðamannafundi á laugardaginn að hann fari aldrei út án þess að hafa Tony vin sinn með sér. Tony er maður mikill að vexti svo ekki sé fastar að orði kveðið og er lífvörður hins orðheppna Cowells sem væri löngu dauður að eigin sögn ef Tony nyti ekki við.

"Hann fer ekki framhjá neinum sem er inni í herberginu með mér og ég er handviss um að ég væri ekki hérna að tala við ykkur ef hans nyti ekki við. Keppendur og fjölskyldur þeirra vilja oft á tíðum berja mig en þá stoppar Tony þau af," sagði Cowell á blaðamannafundinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.