Lífið

Nóg af þingmönnum í Vesturbænum

Ágúst á heimili sínu í Vesturbænum
Ágúst á heimili sínu í Vesturbænum MYND/365

Ágúst Ólafur Ágústson, þingmaður Samfylkingarinnar, er búinn að setja hús sitt í Vesturbænum á sölu og hyggst flytja í draumahúsið í Rauðagerði sem hann festi kaup á í sumar.

Ágúst og kona hans Þorbjörg Gunnlaugsdóttir eru búin að fá húsið í Rauðagerði afhent en eru að dytta að því. Flutningarnir leggjast vel í Ágúst og segir hann vanta þingmenn í póstnúmer 108. Hann segir hins vegar mikið af þeim í Vesturbænum. Águst segist ekki vita til þess að nokkur þingmaður búi í hverfi 108.

 

Hús þingmannsins á Framnesvegi

Ágúst á þó eftir að sakna hússins á Framnesvegi sem er sérlega fallegt, vel staðsett og meðal annars búið sólpalli í suður og góðum garði. Húsið sem var að mestu endurbyggt árið 1981 er 121 fermetri og kostar 53 milljónir króna.

Ágúst á eflaust eftir að sakna nágranna síns líka en sjónvarpsstjarnan Jón Ársæll Þórðarson býr í næsta húsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.