Lífið

Vill börn Jacksons

Michael Jackson lætur börnin sín ekki frá sér baráttulaust.
Michael Jackson lætur börnin sín ekki frá sér baráttulaust.

Bresk kona, Nona Jackson, segist vera móðir þriggja barna Michaels Jackson og hefur beðið dómstóla um sameiginlegt forræði yfir þeim. Beiðni hennar hefur verið hafnað vegna skorts á sönnunargögnum.

Popparinn Michael komst á síðasta ári að samkomulagi við fyrrum eiginkonu sína, Debbie Rowe, vegna forræðis yfir tveimur elstu börnunum, Prince Michael og Paris. Ekki er vitað hver er móðir yngsta barnsins, Prince Michael II. Rowe afsalaði sér forræði yfir börnunum árið 2001 eftir að þriggja ára hjónabandi hennar og Jacksons lauk en krafðist þess aftur þremur árum síðar.

„Sjúkrahússskýrslur Debbie sýna fram á að börnin mín eru ekki hennar börn vegna DNA-prófa," sagði Nona Jackson í réttarsalnum. Heldur hún því fram að hún hafi átt í ástarsambandi með Michael og að hún hafi samið yfir þrjú þúsund lög fyrir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.