Lífið

Mel B ver bónda sinn

MYND/Getty

Kryddpían Mel B hefur nú í fyrsta skipti tjáð sig um þann orðróm að hinn nýbakaði eiginmaður hennar sé ofbeldismaður. Kvikmyndaframleiðandinn, Stephen Belafonte, hlaut skilorðsbundinn dóm árið 2003 fyrir að leggja hendur á fyrrverandi eiginkonu sína Nicole Contreras og var auk þess gert að sitja námskeið fyrir menn sem beita heimilisofbeldi.

Mel B segir í samtali við tímaritið Hello að fjölmiðlar séu að reyna að sverta mannorð Belafonte með því að kalla hann ofbeldisfullan og tala um að hann leggi hendur á konur. "Ef þið mynduð lesa lögregluskýrsluna mynduð þið sjá að hann hefur aldrei beitt konu líkamlegu ofbeldi," segir Mel.

"Það sem mér líkar verst við umfjöllunina er að vinir mínir og fjölskylda fengu sjokk og halda að ég hafi gifst geðsjúklingi."

Mel B giftist Belafonte fyrir rúmlega mánuði síðan. Þau höfðu þekkst í sjö ár og segist hún vita allt um fortíð hans og segir hann breyttan mann í dag. Belafonte stóð þétt við bakið á Mel eftir sambandsslit hennar og Eddie Murphy sem hún á unga dóttur með.

"Hann bræddi hjarta mitt sem búið var að særa svo mikið," segir kryddið. Belafonte bað Mel með því að koma hringnum fyrir í ísmola sem hann setti í glasið hennar. "Ég dró djúpt andann og sagði já! Guði sé lof, ekki bregðast mér, ekki í þriðja skipti."

Parið gifti sig á laun í Las Vegas en ætlar síðan að halda veislu þegar fyrirhuguðu tónleikaferðalagi Kryddpíanna lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.