Lífið

Paris í Big Brother?

MYND/Getty

Partýgellan Paris Hilton íhugar nú alvarlega að taka tilboði um að vera með í stjörnuþætti Big Brother en henni hefur samkvæmt The Sun verið boðin 300.000 pund eða fjörtíu milljónir íslenskra króna fyrir.

Paris er mikið í mun að bæta orðstír sinn í Bretlandi og er tilbúin að láta loka sig inni í þrjár vikur fyrir framan sjónvarpsvélar Cannel 4. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnendum þáttarins var henni boðið að nefna upphæð. "Við erum í viðræðum og það væri frábært ef hún vildi vera með," sögðu þeir.

Samkvæmt heimildarmanni The Sun vill Paris með þátttökunni sýna fólki að það er meira í hana spunnið en almennt þykir.

"Hún vill sýna fólki að hún er ekki bimbó eða vandræðagemsi," segir heimildarmaðurinn. "Einu skiptin sem fólk heyrir eitthvað um hana er þegar hún hefur gert eitthvað slæmt eða þegar hún segir eitthvað heimskulegt. Hún er í raun og veru bæði gáfuð og fyndin og hefur margt mikilvæg fram að færa. Hún gæti auðveldlega orðið stjarna þáttarins en eðlilega mun hún ekki gera þetta nema upphæðin sé rétt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.