Lífið

Paltrow pirruð á Brangelinu

Paltrow
Paltrow MYND/Getty
Óskarsverðlaunaleikkonan, Gwyneth Paltrow, lét hafa það eftir sér árið 2003 að henni þætti svo gott að koma til Chicago því þar væru engir paparazzi ljósmyndarar. Paltrow sem nú er stödd í Chicago til að kynna nýtt ilmvatn er ekki lengur sama sinnis en hún kom til borgarinnar á sama tíma og fyrrum kærasti hennar Brad Pitt. Hann kom ásamt börnum sínum til að fylgjast með tökum á Wanted, nýjustu mynd unnustunnar Angelinu Jolie.

Paltrow lætur fjölmiðlafárið í kringum parið fara í taugarnar á sér og spyr, samkvæmt Daily mail, hvort ljósmyndararnir fari ekki örugglega um leið og Brad og Angelina yfirgefa svæðið.
BrangelinaMYND/Getty

Þetta er ekki fyrsta skipti sem Paltrow tjáir sig um fyrrverandi kærasta sinn og fjölmiðlafárið í kringum hann en þau hættu saman árið 1997.

Þegar hann hætti með Friendsleikkonunni Jennifer Aniston sagði hún: " Ég lærði mína lexíu 24 ára. Þetta hefði orðið mun auðveldara fyrir Pitt og Aniston ef þau hefðu ekki alltaf fallist á að ræða samband sitt sem og allt annað við fjölmiðla."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.