Fleiri fréttir

Breskri konu neitað um forræði yfir börnum Jacksons

Breskri konu, sem heldur því fram að að hún sé hin raunverulega móðir barna Michaels Jackson, hefur verið neitað um sameiginlegt forræði yfir börnunum að því er AP fréttastofan greinir frá.

Formaður Presley klúbbsins segir kónginn lifa

Þrjátíu ár eru liðin frá meintu andláti Elvis Presley konungur rokksins. Brillantíngreiddir menn í samfestingum hvaðanæva að úr heiminum safnast nú saman við heimili Kóngsins, Graceland, þar sem flestir trúa að hann hafi látist þann 16. ágúst árið 1977, aðeins 42 ára að aldri. Margir aðdáendanna segja þó fregnir af andláti hans stórlega ýktar.

Mary Kate Olsen kyssir "gamalmenni"

Hollywoodpían Mary Kate Olsen gerði sér lítið fyrir og kyssti leikarann Ben Kingsley ástríðufullum kossi við tökur á nýjustu mynd þeirra The Wackness. Að sögn viðstaddra var engu til sparað við að gera kossinn sem raunverulegastan.

Ekki búið að velja leikara í Skaupið

Ragnar Bragason sem mun leikstýra næsta áramótaskaupi segist ekki vera búinn að velja leikarana en að það verði gert þegar líða fer á haustið. Hann segir nýja hlutverkið leggjast vel í sig og verkefnið vera eitthvað sem flesta leikstjóra langar til að spreyta sig á að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Nicole Richie í hnapphelduna

Nicole Richie hefur í nægu að snúast þessa dagana. Fangelsi í september, barn um áramót og nú brúðkaup! Fregnir herma að hún vilji drífa vígsluna af hið snarasta áður en hún verður of sver og áður en hún þarf að sitja af sér refsinguna.

Gott að vita af giftingarhringnum í Súðavíkurhöfn

Birgitta Birgisdóttir leikkona og Örvar Smárason í Múm giftu sig í Súðavíkurkirkju um helgina. Að athöfn lokinni fór brúðguminn niður í Súðavíkurhöfn að veiða í soðið en ekki vildi betur til en svo að hringurinn sem Birgitta hafði rétt lokið við að koma upp á fingur hans rann af og út í sjó.

Lisa Marie og Elvis í dúett

Myndband þar sem Lisa Marie Presley syngur lagið "In the Ghetto" ásamt föður sínum verður birt á heimasíðunni Spinner.com á föstudaginn. Rödd Lísu er bætt við upprunalegu útgáfuna frá 1969."Ég hef aldrei grátið þegar ég hef gert eitthvað en ég missti mig gjörsamlega þegar ég heyrði lagið,"

Victoria Beckham bætir á sig

Von er á því að smásmíðin Victoria Beckham sjáist brátt með allnokkur aukakíló á skjánum. Glamúrgellan mun leika sjálfa sig í sjónvarpsþættinum Ugly Betty en í hlutverkinu á hún að hafa bætt á sig nokkrum kílóum.

Amy Winehouse í meðferð

Rokkarinn Amy Winehouse, sem einmitt er þekktust fyrir lag sitt ,,Rehab", eða ,,meðferð" hefur séð ljósið og skráð sig í eina slíka í Essex á Bretlandi. Söngkonan var lögð inn á spítala í síðustu viku, þegar hún missti meðvitund í samkvæmi heima hjá sér eftir þriggja daga vöku undir áhrifum flestra eiturlyfja sem þekkjast.

Sienna Miller komin á fast

Leikkonan Sienna Miller virðist loksins vera búin að finna draumaprinsinn. Sá heppni er leikarinn Matthew Rhys og kynntist parið við tökur á myndinni ,,The edge of love". Að sögn breska blaðsins The Sun vann Keira Knightley, vinkona Miller, að því hörðum höndum að koma parinu saman. Þau fóru svo á fyrsta stefnumótið í Maí, eftir að hún hætti með fyrisætunni James Burke.

Sólóplötur Lennons á iTunes

Nú er hægt að hala niður sextán sólóplötum með John Lennon á iTunes í fyrsta skipti eftir að samningar náðust við Yoko Ono ekkju bítilsins. Plöturnar hafa verið til sölu á öðrum stafrænum miðlum en hafa ekki fyrr fengist hjá Apple.

Fimmta barn Brad og Angelinu

Ofurstjörnuhjónin Brad Pitt og Angelina Jolie eru samkvæmt breska blaðinu Daily Mail á leiðinni til Eþíópíu en þar ætla þau að ættleiða sitt fjórða barn.

Fjölnir og Unnur saman á HM

„Þetta var voðalega gaman, myndin er nú tekin í einhverjum fíflagangi þegar B-úrslitin voru að klárast,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og hestamanneskja með meiru.

Sá heitasti í Bretlandi

Leikarinn Orlando Bloom hefur verið kjörinn heitasti piparsveinn Bretlands í könnun á vegum tímaritsins Cosmopolitan. Alls tóku eitt þúsund breskar konur þátt í könnuninni.

Aniston í leikstjórastól

Stuttmynd í leikstjórn leikkonunnar Jennifer Aniston verður frumsýnd á alþjóðlegri stuttmyndahátíð í Kaliforníu sem hefst 23. ágúst. Myndin, sem hún leikstýrði ásamt Andrea Buchanan, heitir Room 10. Fjallar hún ástarsamband hjúkrunarkonu sem leikin er af Robin Wright Penn og manns sem Kris Kristofferson leikur.

Magnús Scheving leggur búningi Íþróttaálfsins

„Nei, ég er kannski ekki hættur en ég á eftir að gera minna af því að fara í einkennisbúning Íþróttaálfsins,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Magnús væri að hætta að leika Íþróttaálfinn, eða Sportacus eins og hann heitir á ensku.

Birgitta lét drauminn rætast

Fullt var út úr dyrum í Súðavíkurkirkju á laugardaginn þegar leikkonan Birgitta Birgisdóttir og Örvar Smárason, liðsmaður hljómsveitarinnar Múm, gengu í heilagt hjónaband. Yfir 120 manns voru samankomnir í hinni litlu Súðavíkurkirkju og fylgdust með Séra Valdimari Hreiðarssyni gefa skötuhjúin saman.

Allt í flækju í máli Phil Spector

Enn eykst óvissan í réttarhöldunum yfir tónlistarframleiðandinn Phil Spector, en honum er gefið að sök að hafa myrt leikkonuna Lönu Clarkson. Phil hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu. Móðir leikkonunnar látnu bar vitni í málinu á dögunum.

Rifrildi innan fjölskyldunnar opnaði augu Amy

Jazzdívan Amy Winehouse og eiginmaður hennar Blake Fielder-Civil hafa loks gefið eftir og ákveðið að fara í meðferð. Söngkonan varð miður sín í kjölfar heiftarlegs rifrildis sem upp kom á milli föðurs hennar og tengdaföðurs vegna neyslu þeirra hjóna.

Afmælistónleikar Kaupþings kosta yfir þrjátíu milljónir

Afmælistónleikar Kaupþings verða haldnir á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið næstkomandi og er engu til sparað við að gera þá sem glæsilegasta úr garði. Heimildir Vísis herma að herlegheitin kosti yfir þrjátíu milljónir en Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi Kaupþings vill ekkert gefa upp um kostnaðinn.

David Schwimmer vantar konu

Friendsleikarinn David Schwimmer hefur ákveðið að taka sér frí frá störfum. Oft er það önnur leið leikara til að segja að þeir hafi ekkert að gera en Schwimmer segir aðra ástæðu liggja að baki. Hann hefur ákveðið að taka sér sex mánaða leyfi til að verða sér úti um eiginkonu.

Jennifer Aniston leikstýrir

Aðdáendur leikkonunnar Jennifer Aniston geta brátt séð afraksturinn af frumraun hennar í kvikmyndaleikstjórn en hún hefur leikstýrt rómantískri stuttmynd sem heitir Room 10. Myndin verður sýnd á stuttmyndahátíðinni Palm Springs Festival ,ásamt 350 öðrum myndum, en hún verður haldin í Californiu í lok þessa mánaðar.

Þorstreinn J. með nýjan menningarþátt

Nýr menningarþáttur hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu með haustinu og mun hann eingöngu fjalla um leikhús og kvikmyndir. Þorsteinn J. Vilhjálmsson mun stýra þættinum en honum til halds og trausts verða Andrea Róbertsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir og Ásgrímur Sverrisson.

Morðsaga Simpsons verður gefin út

Hin umdeilda bók O.J. Simpsons "Ef ég hefði gert það" sem heitir á frummálinu "If I Did It" mun verða gefin út. Þessu greinir umboðsmaður fjölskyldu hinnar myrtu eiginkonu Simpsons frá í dag en hann hefur samið um útgáfu bókarinnar.

Bubbi og Hrafnhildur selja á Nesinu

Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir eru búin að setja íbúð sína að Skerjabraut á Seltjarnarnesi á sölu. Íbúðin er ekki nema rúmlega 70 fermetrar og má því ætla að nokkuð þröngt hafi verið í búi. Hún er þó öll nýuppgerð og smekklega innréttuð.

Hrædd við hrukkur

Stjörnuparið David og Victoria Beckham hafa nú sagt slæmri húð stríð á hendur og eru í strangri húðmeðferð. Ætlunin er að vernda húð þeirra frá sterkri sólu Los Angeles.

Topshop sakað um þrælahald

Harðar ásakanir á hendur Topshop eru settar fram í breska blaðinu The Sunday Times. Tískuföt fyrirtækisins eru sögð framleidd í þrælakistum. Philip Green, eigandi Topshop, segist taka ásakanirnar alvarlega.

Gunnar hættir hjá V-dagssamtökunum

„Þetta er ekki alveg gengið í gegn en við ættum að vera búin að ganga frá þessu á allra næstu dögum,“ segir Gunnar Sigurðsson en hann mun hætta sem framkvæmdastjóri V-dagsins.

Paris vill verða verndari barnanna

Glaumgosinn og fyrrum tugthúslimurinn Paris Hilton hefur mikinn áhuga á að verða sérstakur verndari Barnaspítalans í Los Angeles. Hinn 26 ára gamli hótelerfingi er ákveðin í að láta gott af sér leiða í ameríska samfélaginu eftir að hafa verið í afplánun vegna ölvunaraksturs fyrr á árinu og leggur hún mikið á sig þessa dagana til að bæta ímynd sína.

Áhætta í Eiffel-turni

Hasarmyndaleikarinn Jackie Chan lék í öllum áhættuatriðum sínum í framhaldsmyndinni Rush Hour 3 sem er á leiðinni í kvikmyndahús. Chan, sem er 53 ára, segist síður en svo ætla að hætta að leika í slíkum atriðum.

Lénið kostaði þriggja mánaða áskrift

„Ég lét pöbbinn duga í 1. umferðinni um helgina og á ekki von á að gerast áskrifandi á næstunni,“ segir Daníel Snorri Jónsson, sem keypt hefur lénið www.syn2.is og heldur þar uppi umræðu um það sem hann vill meina að sé óhófleg verðlagning Sýnar 2 á áskrift af enska boltanum.

Knightley strippar í ilmvatnsauglýsingu

Breska leikkonan Keira Knightley hefur heldur betur vakið eftirtekt í nýrri auglýsingaherferð fyrir ilmvatnið Coco Mademoiselle frá Chanel. Knightley er nakin í auglýsingunni að undanskildu því að hún hefur hatt fyrir brjóstunum. Knightley hefur löngum lýst því yfir að hún sé brjóstalaus með öllu en svo er ekki sjá á þessari mynd. Hefur það orðið breskum fjölmiðlum að umfjöllunarefni sem velta því nú fyrir sér hvort þau séu búin til í tölvu eða hjá lýtalækni.

Eiginimaður Mel B er andamorðingi

Stephen Belefonte, eiginmaður Kryddpíunnar Mel B, er nú eftirlýstur af lögreglunni í New Jersey-ríki fyrir að hafa drepið stokkönd og stungið síðan af án þess að borga sektina. Þetta er þó ekki það eina sem þessi miður geðþekki náungi hefur á samviskunni því hann hefur viðurkennt að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi. Og svo slæmt er orðsporið að hann kaus að breyta eftirnafni sínu úr Stansbury í Belafonte.

Lindsey Lohan þrífur klósett

Fregnir herma að Lindsey Lohan standi sig vel í þriðju meðferð sinni og sé fyrirmyndarsjúklingur en hún dvelur nú á Cirque Lodge meðferðarstofnuninni í Utah. Hún sækir AA-fundi daglega, þrífur klósett, vaskar upp og þvær þvott.

Elsta frumbyrja íslands er ekki búin að skíra

Sonur þeirra Sigríðar Á. Snævarr og Kjartans Gunnarssonar er ekki enn kominn með nafn. Þetta staðfesti Kjartan Gunnarsson, eiginmaður Sigríðar, í samtali við Vísi.is. Drengurinn fæddist 5. júlí síðastliðinn og er því rúmlega mánaðar gamall.

Borgarstjóri Newham datt í Elliðaárnar

Sir Robin Wales, borgarstjóri í Newham, var staddur í heimsókn á vegum borgarstjórans í Reykjavík í síðustu viku. Á meðal þess sem í boði var fyrir Wales var veiðiferð í Elliðaánum. Vildi ekki betur til en svo að sir Wales féll beint á höfuðið ofan í ánni.

Íslenskt lopamynstur í bandarískri tískubúð

Bandaríska verslunarkeðjan Urban Outfitters selur peysur undir nafninu "Lux Reykjavik Sweaters" eða reykvískar lúxuspeysur. Peysurnar eru stutterma, með klassísku íslensku lopapeysumynstri og fást í ýmsum litum.

Hundruð bíða eftir nýjum Land Cruiser

Mikil eftirvænting ríkir hjá þeim sem bíða eftir nýjum Land Cruiser 200, flaggskipinu frá Toyota. Rúmlega 300 manns hafa nú skráð sig á biðlista eftir bílnum, sem reikna má með að kosti um 10 milljónir króna. Engar myndir hafa enn verið birtar af bílnum en framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota hefur séð hann og segir hann gríðarlega flottan.

Hlaupið til góðs í Reykjavíkurmaraþoni

Barry Metters, 39 ára gamall verkstjóri frá Bretlandi er á meðal þeirra þúsunda sem hyggjast hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis næstkomandi laugardag. Með því hyggst Metters safna peningum fyrir spítalann í Newcastle þar sem hann fékk bót meina sinna en hann glímdi við hvítblæði fyrir 19 árum síðan þangað til beinmergskiptaaðgerð sem hann undirgekkst bar árangur.

Denni á stefnumótum með Nelly Furtado

"Ég þekki Nelly en ég vil ekki tjá mig um ástarmál mín," segir athafnamaðurinn Þorsteinn Kragh í samtali við Vísi en heimildir Vísis herma að hann hafi farið á fjölmörg stefnumót með kanadíska söngfuglinum Nelly Furtado á gleðieyjunni Ibiza í sumar.

Flugeldasýning við Jökulsárlón

Hundruð ferðamanna og íbúa á Suðurlandi urðu vitni að stórfenglegri flugeldasýningu í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi á miðnætti.

Stórhssa á að vera á lífi

Það kemur gamanleikkonunni Dawn French á óvart að vera enn á lífi. Ekkert bráðdrepandi amar að leikkonunni, sem hefur þó viðurkennt að hún passi ekki í hefðbundnar stærðir af baðkörum sökum ofgnóttar af spiki.

Pabbi betri en meðferð

Amy Winehouse segir að hún þurfi alls ekkert að fara í meðferð meðferð þó hún hafi verið lögð inn vegna of stórs skammts af eiturlyfjum á miðvikudaginn. Stjarnan var flutt í ofboði á spítala þegar hún missti meðvitund í samkvæmi á heimili sínu

Kate ekki velkomin í konungshöllina

Þótt það hafi ekki verið formlega staðfest bendir flest til þess að Vilhjálmur prins og Kate Middleton hafi náð saman á ný eftir nokkurra vikna aðskilnað. En ekki eru allir sáttir við samband Vilhjálms og Kate. Ensku slúðurblöðin fullyrða að Elísabet drottning sé ekki par ánægð með að Vilhjálmur hafi hafið samband við Kate á ný.

Sjá næstu 50 fréttir