Lífið

Er Jen ástfangin?

MYND/Getty

Mikil óvissa ríkir um ástarlíf Jennifer Aniston þessa dagana. Hún virðist þó hamingjusöm og það er nú fyrir öllu. Sá sem kætir stúlkuna er módelið Paul Sculfor en mánuðum saman hafa verið uppi getgátur um að þau séu par. Jennifer heldur því þó staðfastlega fram að þau séu einungis góðir vinir.



"Vinurinn"

Í samtali við tímaritið Look segist hún líta á Paul sem bróður sinn."Ég var þó mjög leið í síðasta mánuði þegar hann flutti aftur heim til London," segir Jen. "Ég á von á því að nokkrir flugmiðar verði keyptir til Evrópu næstu mánuði svo við getum hist."

Sú vísa verður seint of oft kveðin að góð sambönd byrji á vináttu. Það þarf því að fylgjast vel með þessum skötuhjúum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.