Lífið

Mills vann dómsmál

Heather Mills
Heather Mills

Breskur ljósmyndari hefur verið dæmdur til að inna af hendi 140 klukkustunda samfélagsþjónustu fyrir að hafa ráðist á Heather Mills, fyrrver­andi eiginkonu Bítilsins Pauls McCartney, og reynt að taka af henni mynd.

Atvikið átti sér stað á neðanjarðarlestarstöð 5. júlí á síðasta ári. Ljósmyndarinn kom aftan að Mills, greip um öxl hennar og sneri henni við til að smella af henni mynd. Var henni ekki skemmt og höfðaði mál gegn honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.