Winehouse í vandræðum 18. ágúst 2007 04:30 Vandræðagemlingurinn Amy Winehouse hefur frestað fyrirhuguðum tónleikum sínum. Vandræðagemlingurinn Amy Winehouse er komin í meðferð vegna drykkju- og eiturlyfjavandamála sinna og hefur því frestað fyrirhuguðum tónleikum sínum, á V Festival í Bretlandi og Rock en Seine-hátíðinni í Frakklandi. „Amy Winehouse hefur frestað öllum tónleikum sínum í þessum mánuði af heilsufarsástæðum,“ sagði talskona hennar. „Fjölskylda hennar hefur beðið fjölmiðla um að fá ró og næði af þessum sökum.“ Winehouse, sem er 23 ára, vann Brit-verðlaunin í febrúar sem besta söngkonan. Sló hún í gegn með fyrstu plötu sinni, sem hafði m.a. að geyma lagið Rehab. Hún hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna sukksams lífernis og óttast margir um heilsufar hennar. Í síðustu viku var hún lögð inn á sjúkrahús vegna „alvarlegrar ofþreytu“, eins og útgáfufyrirtæki hennar lét hafa eftir sér. Herma fregnir þó að hún hafi verið lögð inn vegna ofneyslu á áfengi og öðrum vímuefnum. Blake Fielder-Civil, eiginmaður Winehouse, hefur viðurkennt að hún eigi við vandamál að stríða. „Þetta hefur verið erfiður tími fyrir mig og Amy. Staðreyndin er samt sú að við erum ennþá saman og ætlum aftur á þennan stað í kvöld,“ sagði hann og átti þar við meðferðarheimilið. „Aðalatriðið er að mér og Amy líður betur. Ekki hafa neinar áhyggjur því hún fær góða umönnun. Hún er staðráðin í að ná heilsunni aftur.“ Winehouse hefur verið tilnefnd sem besti nýliðinn og sem söngkona ársins á MTV-verðlaunahátíðinni sem verður haldin í byrjun september. Ef allt gengur að óskum fer hún síðan í tónleikaferð um Norður-Ameríku í næsta mánuði og um Evrópu í október. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Vandræðagemlingurinn Amy Winehouse er komin í meðferð vegna drykkju- og eiturlyfjavandamála sinna og hefur því frestað fyrirhuguðum tónleikum sínum, á V Festival í Bretlandi og Rock en Seine-hátíðinni í Frakklandi. „Amy Winehouse hefur frestað öllum tónleikum sínum í þessum mánuði af heilsufarsástæðum,“ sagði talskona hennar. „Fjölskylda hennar hefur beðið fjölmiðla um að fá ró og næði af þessum sökum.“ Winehouse, sem er 23 ára, vann Brit-verðlaunin í febrúar sem besta söngkonan. Sló hún í gegn með fyrstu plötu sinni, sem hafði m.a. að geyma lagið Rehab. Hún hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna sukksams lífernis og óttast margir um heilsufar hennar. Í síðustu viku var hún lögð inn á sjúkrahús vegna „alvarlegrar ofþreytu“, eins og útgáfufyrirtæki hennar lét hafa eftir sér. Herma fregnir þó að hún hafi verið lögð inn vegna ofneyslu á áfengi og öðrum vímuefnum. Blake Fielder-Civil, eiginmaður Winehouse, hefur viðurkennt að hún eigi við vandamál að stríða. „Þetta hefur verið erfiður tími fyrir mig og Amy. Staðreyndin er samt sú að við erum ennþá saman og ætlum aftur á þennan stað í kvöld,“ sagði hann og átti þar við meðferðarheimilið. „Aðalatriðið er að mér og Amy líður betur. Ekki hafa neinar áhyggjur því hún fær góða umönnun. Hún er staðráðin í að ná heilsunni aftur.“ Winehouse hefur verið tilnefnd sem besti nýliðinn og sem söngkona ársins á MTV-verðlaunahátíðinni sem verður haldin í byrjun september. Ef allt gengur að óskum fer hún síðan í tónleikaferð um Norður-Ameríku í næsta mánuði og um Evrópu í október.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira