Lífið

Jay-Z með rúma tvo milljarða á ári

Jay-Z hefur yfir mörgu að gleðjast.
Jay-Z hefur yfir mörgu að gleðjast. MYND/Getty/Carlo Allegri
Rapparinn Jay-Z er efst á lista sem Forbes tímaritið setti saman yfir tekjuhæstu hip-hop listamenn heims á síðasta ári, en hann þénaði rúma 2,3 milljarða á síðasta ári. Þar skýtur hann ref fyrir rass stjörnum eins og 50 Cent, Timbaland og P-Diddy.

Þrátt fyrir að Jay-Z reki tvær plötuútgáfur gaf hann sér tíma til að gefa út sína elleftu breiðskífu í fyrra. Sú seldist í tveimur milljónum eintaka, en það skýrir þó ekki veru hans á toppi listans nema að litlu leiti. Jay-Z hefur meðal annars tekjur af því að auglýsa Budweiser, Hewlett-Packard og General Motors, ásamt því að eiga hlut í körfuboltaliðinu New York Nets.

Ólíkt flestum öðrum tónlistargeirum, þar sem megnið af tekjum kemur frá hljómplötusölu og tónleikaferðalögum, hefur hip-hop heimurinn alið af sér fjölda listamanna sem ná að hagnast á frægð sinni á annan hátt.

Þannig sagði 50 Cent, sem einmitt er í öðru sæti listans, að hann hafi farið út í þennan bransa út af viðskiptahliðinni en ekki tónlist. Hann rekur viðskiptaveldið G-Unit, sem framleiðir og selur allt frá fatnaði til tölvuleikja og skáldsagna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.