Lífið

Alþjóðlegur Palli

MYND/365

Önnur smáskífa Páls Óskars, INTERNATIONAL, af dansplötunni hans "Allt fyrir ástina" kom út í síðustu viku. Lagið var þemalag Gay Pride hátíðarinnar 2007 enda talið endurspegla vel stuðið í Gleðigöngunni niður Laugaveginn.

Texti lagsins er einnig mjög í ætt við gönguna og fjallar um hreina og heilbrigða ást sem gerir kyn, kynhneigð, stöðu, stétt, þjóðerni og litarhaft að aukaatriði.

Höfundar lagsins eru þeir Örlygur Smári, Niclas Kings og Daniela Vecchia en Páll Óskar semur textann.

Myndband við lagið má sjá hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.