Lífið

Tryggvi tekur upp eigin tónlist í bústaðnum

Tryggvi Jónsson
Tryggvi Jónsson MYND/365

Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, leggur stund á það að taka upp eigin lög á Apple tölvuna sína í sumarbústaðnum. Tryggvi hefur löngum verið mikill tónlistaráhugamaður og stýrir ásamt Einari Bárðasyni áhættusjóðnum Tónvís sem er í eigu FL group og tekur þátt í útrás íslenskra tónlistarmanna.

Tónvís er fyrsti sjóður sinnar tegundar á Íslandi og einbeitir sér að fáum en fremur stórum verkefnum. Sem stendur vinnur sjóðurinn að vexti og velgengni þeirra Garðars Thors Cortes og Barða Jóhannssonar í Bang Gang á erlendri grund.

Tryggvi er einnig í stjórn Apple á Íslandi og fékk sér um daginn Apple tölvu með upptökuforriti. Hana tekur hann með sér í bústaðinn, mundar gítarinn og syngur ef með þarf. Tryggvi er að sögn sjálflærður á sviði tónlistar og segir upptökurnar langt frá því að vera til útgáfu eða til notkunar fyrir aðra tónlistarmenn. Hann segir eingöngu um "persónulegt flipp" að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.