Lífið

Keira gagnrýnir þá sem sækjast eftir frægð

Keira ásamt mótleikara sínum í Pirates of the Caribbean, Orlando Bloom
Keira ásamt mótleikara sínum í Pirates of the Caribbean, Orlando Bloom MYND/Getty

Pirates of the Caribbean stjarnar, Keira Knightley, hefur ráðlagt þeim sem sækjast eftir frægð og frama að sækja frekar um vinnu á hlutabréfamörkuðum.

"Það vekur ugg hjá mér þegar krakkar segjast vilja verða frægir," sagði hin 22 ára gamla leikkona í viðtali við Radio Times.

"Þó að ég sé á forsíðu tímarita þá er það einhver annar sem lagar á mér hárið, málar mig og brúnkuspreyjar. Þetta er ekki ég, þetta er manneskja sem aðrir búa til." Leikkonan bætti því við að hún horfi helst á fimmtíu ára gamlar myndir því hún vill ekki vita neitt um einkalíf leikaranna. "Töfrarnir koma fram á hvíta tjaldinu, þeir felast ekki í því að vita hvað er á bak við það. Það eyðileggur töfrana."

Fyrr á þessu ári sagðist hin unga leikkona íhuga það að hætta að leika vegna álagsins sem fylgdi frægðinni. Nýjasta mynd hennar, Atonement, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.