Lífið

Skammbyssu Elvis stolið úr After dark safninu

Aðdáendur kóngsins með kertavöku fyrir utan heimili hans
Aðdáendur kóngsins með kertavöku fyrir utan heimili hans MYND/Getty

Skammbyssu sem var í eigu rokkkóngsins Elvis Presley var stolið úr After dark safninu í Graceland sem tileinkað er söngvaranum. Byssunni var stolið þann 16. ágúst síðastliðinn þegar fjöldi fólks var þar saman kominn til að minnast þess að þrjátíu ár voru liðin frá dauða kóngsins.

Þjófnaðurinn komst upp á föstudag þegar einn safngesta tók eftir því að sýningarkassinn var opinn. Í kjölfarið skoðuðu verðir safnsins upptöku úr öryggismyndavél og sást þar til manns sem fjarlægði byssuna úr kassanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.