Lífið

Ellefu særðust við tökur á nýjustu mynd Tom Cruise

Frá tökustað: Fólkið sem slasaðist var í sambærilegum pallbíl
Frá tökustað: Fólkið sem slasaðist var í sambærilegum pallbíl MYND/Getty
Ellefu manns særðust er þeir féllu niður af pallbíl við tökur "Valkyrie" nýjustu mynd Tom Cruise í Berlín í gærkvöldi. Óhappið varð með þeim hætti að ein hlið bílsins gaf sig í beygju með þeim afleiðingum að fólk á pallinum féll af.  Að sögn lögreglunnar í Berlín liggur ein manneskja alvarlega slösuð á spítala.

"Við höfum ekki ástæðu til að ætla að nokkur frægur hafi lent í slysinu," sagði talsmaður lögreglu eftir slysið og bætti því við að hann vissi ekki hvort atvikið hefði áhrif á áætlaðar tökur í vikunni.

Í myndinni leikur Cruise ofurstan Claus von Stauffenberg sem var í forsvari fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Adolf Hitler af dögum í júlí árið 1944.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.