Lífið

Cowell hættir í sjónvarpi

Simon Cowell vakti fyrst athygli fyrir sérstakan fruntaskap og óvægna hreinskilni í  American Idol þáttunum.
Simon Cowell vakti fyrst athygli fyrir sérstakan fruntaskap og óvægna hreinskilni í American Idol þáttunum. MYND/Getty
Hataðasti maður í sjónvarpi, Simon Cowell hefur ákveðið að hætta á skjánum um fimmtugt. Það eru einungis þrjú ár þangað til, en hann heldur því fram að áhorfendur verði allir komnir  með ógeð á honum þá hvort eð er. Hann ætlar síðan að einbeita sér að útgáfu á tónlist og framleiðslu sjónvarpsefnis.

Cowell þarf tæpst að sækja um atvinnuleysisbætur þegar hann hættir, en sjö þáttaraðir af American Idol, þrjár af X-Factor og tvær af hinu breska Pop Idol hafa allar hjálpað honum við að nurla saman tæpum þrettán milljörðum í sparifé.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.