Lífið

Pavarotti þarf að gangast undir frekari rannsóknir

Stórtenórinn Luciano Pavarotti
Stórtenórinn Luciano Pavarotti

Óperusöngvarinn Luciano Pavarotti mun þurfa að dvelja áfram á spítala til að gangast undir krabbameinsrannsóknir. Tenórinn var fluttur á spítala í Mondena á Ítalíu fyrir tveimur vikum með mikinn hita. Skömmu síðar bárust fregnir af því að það ætti að útskrifa hann en nú vilja læknar halda honum lengur.

Pavarotti sem er 71 árs greindist með briskirtilskrabbamein í júlí í fyrra og fór í aðgerð. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan.

Í yfirlýsingu frá spítalanum segir að tenórinn þurfi nú að gangast undir frekari rannsóknir og munu þær taka nokkra daga.

Pavarotti hugðist halda kveðjutónleikaferð í fyrra en varð að fresta henni þegar hann greindist. Nú skömmu áður en hann lagðist inn var hann farinn að taka upp plötu með klassískri trúartónlist auk þess að kenna söng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.