Lífið

Forræðisdeila Brit og K-Fed harðnar til muna.

Lögfræðingur Kevin Federline, Mark Vincent Kaplan, undirbýr nú á fullu réttarhöld sem fram munu fara í næsta mánuði til að úrskurða hver hljóti forræði yfir tveimur börnum sem Britney Spears og Kevin Federline eiga saman. Síðasta útspil Kaplan bendir til þess að deilan sé að harðna til muna.

Kaplan afhenti í gær forráðamönnum Promises merðferðarheimilisins sem Britney dvaldi á fyrir skömmu, stefnu. Kaplan vill að forráðamennirnir beri vitni um andlegt ástand Britney sem er, eins og einhverjir hafa kannski tekið eftir undanfarið, ekki í fullkomnu jafnvægi.

Forráðamenn Promises meðferðarheimilisins eru ekki þeir einu sem Kaplan hefur afhent stefnu. Alli Sims, besta vinkona Britney, Shannon Funk fyrrverandi aðstoðarkona hennar og Daimon Ship fyrrverandi lífvörður hennar hafa öll verið kvödd til þess að bera vitni í réttarhöldunum um forræðið yfir börnum Spears og Federline.

Þetta er en eitt áfallið fyrir Britney í forræðismálinu en lögfræðingur hennar, Laura Wasser, fékk nóg af vitleysunni nýlega og er búinn að segja upp. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.