Lífið

Skammbyssa Presleys fannst á kamri

Frá kertavöku sem haldin var fyrir utan heimili kóngsins þann 16. ágúst síðastliðinn
Frá kertavöku sem haldin var fyrir utan heimili kóngsins þann 16. ágúst síðastliðinn MYND/Getty
Skammbyssa, sem stolið var úr After Dark safninu sem tileinkað er Elvis Presley, fannst á kamri fyrir utan safnið. Ræstingarmaðurinn Janitor Travis Brookins fann byssuna þegar hann var að þrífa kamarinn. Byssan var tekin úr sýningarkassa á safninu í Graceland þann 16. ágúst síðastliðinn þegar fjöldi fólks var þar saman kominn til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá dauða rokkkóngsins.

Brookings segir í samtali við Memphis Commercial Appeal blaðið að hann hafi í fyrstu haldið að um leikfangabyssu væri að ræða. Hann tók hina 9 mm svörtu Smith & Wesson byssu upp úr klósettinu og fór með hana heim til að þrífa hana. Hann hafði ekki hugmynd um að þetta væri skammbyssa sem eitt sinn var í eigu Presleys. Það var ekki fyrr en að hann heyrði fréttir af þjófnaðinum að hann áttaði sig.

"Brookings hafði samband við okkur. Hann sagðist halda að hann hefði byssuna undir höndum og kom henni til okkar," segir Lt Jerry Gwyn lögreglumaður í Memphis. "Hugsanlegt er að þjófurinn hafi misst byssuna í klósettið. Hver sem missti hana hefði tæpast farið að kafa eftir henni," segir Gwyn.

Eftirlitsmyndavél á safninu náði mynd af manni sem fjarlægði byssuna. Sá hinn sami hefur þó ekki fundist.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.