Lífið

París komin með nýjan

París Hilton er komin með nýjan kærasta upp á arminn.
París Hilton er komin með nýjan kærasta upp á arminn. NordicPhotos/GettyImages

Hótelerfinginn París Hilton er komin með nýjan kærasta. Sá heitir Adrian Grenier og er leikari. Þekktasta hlutverk hans er í þáttunum Entourage en hann lék líka í The Devil Wears Prada.

 

Adrian Grenier

Ekki er langt um liðið síðan París var sögð á föstu með rokkaranum Cisco Adler sem er fyrrum kærasti Mischu Barton. Hann mun hins vegar hafa sparkað París þegar hann sá myndir af henni með Adrian.

París og Adrian hafa svo sem ekki farið leynt með samband sitt. Þau mættu saman á frumsýningu 11th Hour á dögunum og bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa mætt oft í heimsókn til hennar á kvöldin undanfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.