Lífið

Tvö hundruð manna afmælisveisla fyrir eins árs dóttur Önnu Nicole Smith

Anna Nicole Smith lést 8. febrúar síðastliðinn
Anna Nicole Smith lést 8. febrúar síðastliðinn MYND/Getty

Þegar er farið að skipuleggja eins árs afmælisveislu Dannielynn Hope Marshall Birkhead dóttur Önnu Nicole Smith en hún fagnar fyrst afmælisdegi sínum í næsta mánuði.

Tricia Barnstable Brown skipuleggur veisluna sem haldin verður á heimili hennar í Louisville, en þaðan er Larry Birkhead faðir Danielynn. Brown á von á 200 gestum í veisluna og þar á meðal Howard K. Stern sem lengi hélt því fram að hann væri faðir stúlkunnar. Í vor leiddi DNA-rannsókn hins vegar í ljós að Birkhead væri líffræðilegur faðir hennar.

Larry Birkhead í réttarsal þegar forræðisdeilan við Howard K. Stern stóð yfirMYND/Getty

Brown lofar glæsilegri veislu og segir að von sé á íburðamiklum skreytingum og gasblöðrum.

Dannielynn fæddist á Bahamas 7. september 2006. Móðir hennar lést 8. febrúar 2007 eftir ofneyslu fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.