Lífið

Perez Hilton mælir með Hafdísi Huld

Einn frægasti og vinsælasti bloggari heims, slúðurberinn Perez Hilton, fer fögrum orðum um tónlist Hafdísar Huldar á heimasíðu sinni. Perez hefur sérhæft sig í slúðri af ríka og fræga fólkinu í Bandaríkjunum og víðar og sækja milljónir manna síðu hans daglega.

Í umfjöllun um Hafdísi Huld, sem ber yfirskriftina „Listen To This:Cute Little Elf", sem útleggst á íslensku „Hlustið á þetta:krúttlegur, lítill álfur", fer Perez fögrum orðum um tónlist Hafdísar Huldar. Hann krækir inn á MySpace-tónlistarsíðu Hafdísar en þar má nálgast lög af plötu Hafdísar, Dirty Paper Cup. Hann bendir á að Hafdís sé frá Íslandi líkt og Björk en tónlist þeirra sé ólík. Áhrifa frá Hawaii gæti meðal annars í tónlist Hafdísar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Perez Hilton fjallar um íslenska tónlistarmenn því fyrr í sumar setti Perez myndbandið við lag Páls Óskars, Allt fyrir ástina, inn á síðu sína undir yfirskriftinni „Fierce homo pop" sem útleggst á íslensku sem öflugt hommapopp.

Umfjöllun Perezar um Hafdísi er að finna hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.