Lífið

Pete Doherty handtekinn eina ferðina enn

Pete fær sér bjórsopa á milli laga á V hátíðinni í gær
Pete fær sér bjórsopa á milli laga á V hátíðinni í gær MYND/Getty

Pete Doherty, söngvari hljómsveitarinnar Babyshamles og fyrrverandi kærasti Kate Moss, var handtekin í austurhluta London í nótt grunaður um vörslu fíkniefna.

Lögregla stöðvaði bíl sem Doherty var farþegi í einungis nokkrum klukkutímum eftir að hann kom, ásamt hljómsveit sinni, fram á V hátíðinni í Hylands Park í Chelmsford. Að sögn áhorfanda endaði hann atriðið á því að eyðileggja trommusett.

Minna en tvær vikur eru síðan héraðsdómarinn Davinder Lachal setti Doherty þann úrslitakost að fara í meðferð og hætta neyslu ef hann vildi komast hjá því að lenda í fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.