Lífið

Pitt gagnrýnir hægfara uppbyggingu í kjölfar Katrínar

Brad Pitt á leið á blaðamannafund með Global Green USA. Hér er hann fyrir utan umhverfisvænt hús sem verið er að byggja í New Orleans
Brad Pitt á leið á blaðamannafund með Global Green USA. Hér er hann fyrir utan umhverfisvænt hús sem verið er að byggja í New Orleans MYND/AP

Hollywoodleikarinn Brad Pitt segir að uppbygging í New Orleans, eftir að fellibylurinn Katrín fór þar yfir fyrir um tveimur árum, sé allt of hæg en bylurinn olli mikilli eyðileggingu á svæðinu.

Leikarinn sem keypti sér hús í borginni í byrjun árs sagði í samtali við fréttamenn að hann myndi láta í sér heyra vegna málsins. "Það er erfitt að horfa upp á hversu hægt hlutirnir ganga fyrir sig. Það þarf að flýta fyrir hreinsunarstarfi og bæta fyrir verkfræðimistök fortíðarinnar," sagði Pitt.

Pitt styður endurreisnarverkefni á vegum Global Green USA og telur hann verkefnið geta ýtt undir það að fólk vilji flytja aftur til borgarinnar.

MYND/AP

"Við vitum að við getum ekki endurheimt fjölskyldumeðlimi og vini sem týndu lífi og ekki heldur erfðagripi og fjölskyldumyndir. Mögulega getur endurreisnarverkefnið þó orðið til þess að við getum byggt betur og skapað fólkinu sem býr hérna góð lífsskilyrði."



Hann bætti því við að honum liði mjög vel í New Orleans. "Það er svo margt sérstakt í menningunni hérna. Eitthvað sem er ólíkt því sem gerist í öðrum borgum Bandaríkjanna. Ég á erfitt með að útskýra tilfinninguna en mér finnst frábært að vera hluti af henni," sagði Pitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.