Fleiri fréttir

Verksmiðjan hafði misst starfsleyfið

Fjölmargar fataverksmiðjur í Bangladess, sem framleiða ódýr föt handa vestrænum neytendum, eru starfræktar án þess að aðstæður þar þættu boðlegar á Vesturlöndum. Hundruð þeirra uppfylla ekki skilyrði um brunavarnir í Bangladess.

Myrti stúlku vegna hávaða

Rúmlega þrítugur maður í Svíþjóð hefur játað að hafa myrt þrettán ára gamla stúlku í september.

Hrekkurinn umdeildi

Í þessu myndskeiði má heyra símaatið sem áströlsku útvarpsmennirnir gerðu í spítalanum, þar sem Katrín Middleton dvaldi. Þau þykjast vera Elísabet drottning og Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms, eiginmanns Katrínar. Þau spyrja um líðan Katrínar, og hjúkrunarfræðingurinn segir þeim frá ástandi hennar. Hjúkrunarkonan sem þau tala við svipti sig lífi í dag, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag.

Hjúkrunarkona Katrínar svipti sig lífi

Talið er að hjúkrunarkona sem hlúði að Katrínu hertogynju af Cambridge hafi svipt sig lífi í dag. Tveir ástralskir útvarpsmenn gerðu henni grikk fyrr í vikunni þegar þeir hringdu á sjúkrahúsið þar sem Katrín hafði dvalið vegna uppkasta á meðgöngu.

Um metra há flóðbylgja skall á Japan

Um metra há flóðbylgja hefur skollið á norðausturströnd Japan. Flóðbylgjan kemur í kjölfar jarðskjálfta upp á 7,4 stig sem varð á töluverðu dýpi um 300 kílómetra undan austurströnd landsins í morgun.

Funduðu um Sýrland

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funduðu með erindreka SÞ um málefni Sýrlands í gær. Harðir bardagar geisa nú í Damaskus og uppreisnarmenn ná fleiri hverfum á sitt vald. Óttast er að stjórnvöld gætu beitt efnavopnum.

Hampa lögleiðingu hampsins í Washington

Lög um lögleiðingu kannabisefna tóku gildi í Washington-ríki í Bandaríkjunum í gær og komu hundruð manna saman af því tilefni undir Geimnálinni í Seattle og nýttu sér þetta nýfengna frelsi. Íbúar ríkisins samþykktu lögin í almennri atkvæðagreiðslu í síðasta mánuði, en hið sama gerðu íbúar Colorado og eru þetta einu tvö ríkin þar sem almenn neysla er leyfð. Í Colorado taka lögin gildi eftir áramót.

Berlusconi aftur á leið í pólitík á Ítalíu

Allar líkur eru á því að Silvio Berlusconi sé aftur á leið í pólitík á Ítalíu. Þetta er ein helsta fréttin í ítölskum fjölmiðlum í dag en talið er að Berlusconi verði forsætisráðherraefni flokks síns, Frelsisflokksins.

Jólatréð skreytt með hjálp stærðfræðinnar

Það getur vafist fyrir mörgum að skreyta jólatréð. Nú hafa stærðfræðingar við háskólann í Sheffield komið til hjálpar og birt jöfnur sem ákvarða fjölda skreytinga, lengd ljósanna og fleira.

Ákærður fyrir að hafa ýtt manni fyrir lest

Yfirvöld í New York hafa ákært heimilislausan mann, Naeem Davis, fyrir að hafa orðið tæplega sextugum manni að bana með því að hrinda honum fyrir lest á mánudag.

Fann móður sína eftir 47 ár

Tæplega fimmtugur kráareigandi í Huleva á suðurströnd Spánar, Quieuq Olivert, hefur loks haft uppi á móður sinni eftir 47 ára aðskilnað.

Höfundur Brasilíu látinn

Brasilíumaðurinn Oscar Niemeyer, einn áhrifamesti arkitekt veraldar, lést í gær, næstum 105 ára að aldri.

Kate Middleton er laus af sjúkrahúsinu

Katrín Middleton hertogaynjan af Cambridge hefur verið útskrifuð af King Edward sjúkrahúsinu í London. Þar hefur hún legið undanfarna daga vegna alvarlegrar morgunógleði í kjölfar þess að hún er orðin ólétt.

Óttast að efnavopnin verði notuð

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í gær áhyggjur sínar af því að efnavopnum yrði beitt í lokaátökunum um yfirráð í Sýrlandi. Hún segir fall stjórnar Assads óhjákvæmilegt.

Marijúana löglegt í Washington ríki frá miðnætti

Á miðnætti í nótt verður það löglegt að nota marijuana í Washington ríki. Þetta er fyrsta ríki Bandaríkjanna til að lögleiða marijúana en það hefur verið löglegt að nota fíkniefnið til lækninga í Washington frá árinu 1998.

Játaði morðið í Færeyjum

Króati, sem héraðsdómur í Færeyjum sakfelldi í fyrradag fyrir morð, játaði í gær á sig verknaðinn, en til þess tíma hafði hann haldið fram sakleysi sínu.

Mikil átök við forsetahöllina í Kaíró

Til mikilla átaka kom fyrir utan forsetahöllina í Kaíró í Egyptalandi í gærkvöldi milli stuðningsmanna Morsis forseta landsins og stjórnarandstæðinga. Fjórir létu lífið í þessum átökum og fleiri hundruð særðust.

Dave Brubeck er látinn

Jazzpíanóleikarinn Dave Brubeck er látinn 91 árs að aldri. Banamein hans var hjartaáfall.

Ellefu saknað eftir árekstur

Umfangsmiklar björgunaraðgerðir standa nú yfir í Norðursjó en hollenska strandgæslan hefur bjargað þrettán manns úr tuttugu og fjögurra manna áhöfn á skipi sem sökk fyrr í kvöld. Ellefu er enn saknað, segir á vef BBC.

Pizza Hut ætlar að framleiða ilmvatn með pizzu-lykt

Nú getur þú lyktað eins og girnileg pönnusteikt pizza því pizzafyrirtækið Pizza Hut ætlar að framleiða ilmvatn með pizzulykt. Þetta hljómar alveg einstaklega furðulega, svo vægt sé til orða tekið.

Sendiherra Serbíu framdi sjálfsvíg

Fulltrúum á utanríkisráðherrafundi NATO ríkjanna í Brussel er brugðið eftir að sendiherra Serbíu hjá Atlantshafsbandalaginu, Branislav Milinkovic framdi sjálfsvíg á flugvellinum í Brussel.

Rússar segja NATO ofmeta hættuna

Utanríkisráðherrar NATO samþykkja að staðsetja Patriot-loftvarnaflaugar í Tyrklandi. Rússar segja NATO ofmeta hættuna á hugsanlegri árás frá Sýrlandi.

Þjarkað um loftslagsmál í Doha

„Enginn er ónæmur fyrir loftslagsbreytingum, hvorki fátækir né ríkir,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á átjándu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin er í Doha, höfuðborg Katar.

Milljónir í sekt fyrir Simpsons

Tyrknesk sjónvarpsstöð var sektuð í vikunni fyrir að sýna nýjasta hrekkjavökuþátt Simpson-fjölskyldunnar. Hann var talinn móðgandi og vera á mörkum guðlasts.

Elsti jarðarbúinn látinn, 116 ára að aldri

Besse Cooper er látin 116 ára að aldri í Bandaríkjunum en hún var elsti jarðarbúinn sem var enn á lífi. Cooper lést á dvalarheimili sínu í Atlanta í Georgíu en hún hafði glímt við veirusýkingu dagana fyrir andlát sitt.

Ætlaði að láta vinnufélagana skeina sér með Barack Obama

Slökkviliðsmanni frá Flórída hefur verið vikið úr starfi eftir að hann kom með klósettrúllur með mynd af andlitinu á Barack Obama í vinnuna. Maðurinn, Clint Pierce, hefur starfað sem slökkviliðsmaður í yfir tuttugu ár.

Er þetta ljótasta jólatré í heimi? - Íbúar í Brussel brjálaðir

Íbúar í Brussel í Belgíu eru alls ekki sáttir við nýja jólatréð í borginni og hafa yfir 25 þúsund manns skrifað nafn sitt á undskriftarlista þess efnis að tréð verði fjarlægt sem allra fyrst. Jólatréð er heldur ekki venjulegt heldur er þetta einhverskonar nútíma-jólatré. Tréð er 25 metrar á hæð. Þeir sem hafa skrifað nafn sitt á listann vilja fá "alvöru“ jólatré - ekta grenitré.

Sjá næstu 50 fréttir