Erlent

Forsætisráðherra Ástralíu: "Heimsendir er í nánd“

„Kæru landsmenn, heimsendir er í nánd." Þetta sagði forsætisráðherra Ástralíu, Julia Gillard, í heldur óhefðbundnu ávarpi fyrr í þessari viku.

Í ávarpi sínu vísaði Gillard til almanaks Maya-ættbálksins sem rennur út 21. desember næstkomandi. Eru kenningar á lofti um að dagar mannkyns séu taldir þegar sá dagur rennur upp.

„Sama hvort að uppvakningar eða djöfullegar skepnur muni marka endalok okkar þá er eitt víst: Ég mun berjast fyrir ykkur allt til endaloka."

Það er vinsæl útvarpsstöð í Ástralíu sem ber ábyrgð á uppátækinu. Þá hefur Gillard hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína enda heldur hún andliti og alvarlegu yfirbragði út myndbandi.

Stjórnarandstaðan í Ástralíu er þó ekki hrifin af ávarpinu og benda margir á að þetta sé hreint ekki ákjósanleg leið til að eyða skattpeningum og dýrmætum tíma forsætisráðherrans.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×