Erlent

Um metra há flóðbylgja skall á Japan

Mynd frá Miyagi héraðinu áður en flóðbylgjan skall þar á í dag.
Mynd frá Miyagi héraðinu áður en flóðbylgjan skall þar á í dag.
Um metra há flóðbylgja hefur skollið á norðausturströnd Japan. Flóðbylgjan kemur í kjölfar jarðskjálfta upp á 7,4 stig sem varð á töluverðu dýpi um 300 kílómetra undan austurströnd landsins í morgun.

Að sögn veðurstofu Japans kom bylgjan á land í Miyagi héraðinu. Ekki hafa borist fréttir af mann- eða eignatjóni vegna flóðbylgjunnar.

Miyagi héraðið varð illa úti í flóðbylgjunni sem skall á Japan í mars í fyrra og olli meðal annars alvarlegu kjarnorkuslysi í Fukushima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×