Erlent

Óttast að 11 sjómenn hafi farist í Norðursjó

Óttast er að 11 sjómenn hafi farist þegar tvö flutningaskip rákust saman á Norðursjó undan strönd Hollands í gærkvöldi.

Fjögur lík hafa fundist en sjö er enn saknað. Talið er ólíklegt að þeir sjö sem saknað er hafi lifað af í ísköldum sjónum. Þrjár björgunarþyrlur leituðu þeirra í gærkvöldi en leitinni var síðan frestað yfir nóttina.

Þeir sem fórust voru allir sjómenn um borð í skipinu Baltic Ace en það sökk við áreksturinn. Alls voru 24 um borð en það tókst að bjarga 13 af hinu sökkvandi skipi.

Hitt skipið er skemmt en hélst á floti. Sjómenn um borð í því gátu tekið þátt í leitinni að þeim sem saknað er. Ekki er vitað um orsakir þess að skipin skullu saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×