Erlent

Fyrrum starfsmenn NASA bjóða upp á ferðir til tunglsins

Fyrrum starfsmenn hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA hafa stofnað fyrirtækið Golden Spike en markmið þess er að senda fólk til tunglsins fyrir lok þessa áratugar.

Tveir einstaklingar verða í hverri ferð en notast verður við tækni sem þegar er til staðar til að koma þeim á áfangastað. Áætlað er að hver tunglferð muni kosta um 1,4 milljarða dollara, eða um 176 milljarða króna.

Golden Spike ætlar að bjóða ríkisstjórnum utan Bandaríkjanna upp á að senda fólk til tunglsins en alls eru áformaðir 15 til 20 ferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×