Erlent

Milljónir í sekt fyrir Simpsons

Óviðeigandi Hrekkjavökuþáttur
Yfirvöld í Tyrklandi segja hrekkjavökuþáttinn guðlast.
Óviðeigandi Hrekkjavökuþáttur Yfirvöld í Tyrklandi segja hrekkjavökuþáttinn guðlast.
Tyrknesk sjónvarpsstöð var sektuð í vikunni fyrir að sýna nýjasta hrekkjavökuþátt Simpson-fjölskyldunnar. Hann var talinn móðgandi og vera á mörkum guðlasts.

Í umræddum þætti tekur guð við skipunum frá satan og hlýðir honum í einu og öllu. Þá er einnig gefið í skyn að djöfsi hafi kynmök við Maude Flanders, látna eiginkonu Neds, nágranna fjölskyldunnar vinsælu. Guardian greinir frá því að sjónvarpsstöðin, CNBC-e, hafi þurft að greiða 52.951 líru í sekt, sem samsvarar um 3,8 milljónum íslenskra króna, vegna sýningar þáttarins.

Simpson-fjölskyldan hefur verið sýnd á sjónvarpsstöðinni í tæpan áratug. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×