Fleiri fréttir

Loftvarnaeldflaugar sendar til Tyrklands

Atlantshafsbandalagið bregst við beiðni Tyrkja um að fá Patriot-loftvarnaflaugar til að verjast hugsanlegum árásum frá Sýrlandi. Farið yfir „rautt strik“ ef Assad Sýrlandsforseti beitir efnavopnum, segir Hillary Clinton. Rússar hafa efasemdir.

Fleiri eiga að læra kínversku

Sænskir nemendur eiga að fá að læra kínversku í bæði grunn- og framhaldsskólum. Allir grunnskólar eiga að bjóða tvö af eftirfarandi fjórum tungumálum: spænsku, frönsku, þýsku og kínversku. Framhaldsskólarnir eiga að bjóða öll fjögur.

Kate Middleton losnar ekki af sjúkrahúsi í bráð

Mikil gleði ríkir meðal Breta eftir að tilkynnt var í gærdag að Kate Middleton hertogaynjan af Cambridge væri ólétt. Við gleðina blandast hinsvegar áhyggjur af heilsufari hertogaynjunnar.

Díana var með bulimiu þegar hún varð ófrísk að Vilhjálmi

Kate Middleton er alls ekki fyrsta konan í konungsfjölskyldunni sem á við mikla heilsubresti að stríða á meðgöngunni. Eins og kunnugt er tilkynnti breska konungsfjölskyldan í dag að Middleton, eiginkona Vilhjálms prins, væri óétt. Á sama tíma var tekið fram að hún væri á spítala Kings Edward VII. Ástæðan er sú að hún þjáist af mikilli morgunógleði. Daily Mail segir að þegar Díana heitin prinsessa, móðir Vilhjálms, gekk með hann hafi hún þjáðst af lotugræðgi (e. bulimiu) sem er alvarlegur átröskunarsjúkdómur.

Konunglegi erfinginn kominn á Twitter

Það hefur varla farið framhjá neinum að Kate Middleton er ófrísk en breska konungshirðin staðfesti þetta í dag. Nokkrum mínútum eftir tilkynninguna var einhver sniðugur Twitter-notandi sem notaði tækifærið og bjó til reikning sem heitir einfaldlega, @IamRoyalBaby, eða @Égerhinnkonunglegihvítvoðungur.

Hirðin staðfestir að Kate er ólétt

Breska konungshirðin hefur staðfest að Vilhjálmur, prins Breta, og Kate Middleton, eiginkona hans, eiga von á barni. Sögusagnir um þetta hafa verið á kreiki að undanförnu. Hafa helstu slúðurmiðlar sagt frá þeim sögusögnum, en hirðin hefur ekkert viljað láta uppi. Þögnin var svo rofin í dag.

Borut Pahor kjörinn forseti Slóveníu

Borut Pahor var kjörinn forseti Slóveníu í gærdag. Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin hafði hann hlotið 67% atkvæða en keppinautur hans, Danilo Turk fráfarandi forseti, hlaut 33%.

Einmana Georg var ekki einn

Í ljós er komið að ein tegund af risaskjaldbökum dó sennilega ekki út í sumar þegar hin yfir 100 ára gamla risaskjaldbaka Einmanna George drapst á Galapagos eyjum. Vísindamenn hafa nú fundið 17 slíkar skjaldbökur á lífi á einni af eyjunum.

Illskeytt vampíra vekur upp vonir um ferðamannaiðnað

Síðustu daga hafa íbúar í þorpinu Zarozje í vesturhluta Serbíu verið á varðbergi vegna vampíru sem er sögð ganga laus á svæðinu. Ferðamenn hafa hinsvegar tekið annan pól í hæðina og streyma nú í þennan afskekkta hluta landsins.

Dansaði sig til blóðs

Það gekk heldur erfiðlega hjá hinum 29 ára gamla Navid Rezvani í undanúrslitum norsku hæfileikakeppninnar Norske Talenter.

Nokkrir fórust þegar hraðbrautargöng hrundu í Japan

Nokkur illa brennd lík hafa fundist í hraðbrautargöngum í Japan en hluti af þeim hrundi saman snemma í morgun. Enn er sjö manns saknað úr göngunum en björgunarsveitir hafa ekki getað komist inn í göngin vegna hættu á frekara hruni í þeim.

Írar vilja breyta löggjöf um fóstureyðingar

Mikill meirihluti Íra eða 85% vill breyta löggjöf landsins um fóstureyðingar þannig að þær séu leyfðar ef líf móðurinn er í hættu eða ef um nauðgun hafi verið að ræða.

Særingarmönnum fjölgað um helming í Mílanó

Kaþólska kirkjan hefur neyðst til að tvöfalda fjölda særingarmanna í Milanó á Ítalíu. Þar að auki hefur kirkjan auglýst sérstakt símanúmer þar sem andsetnir einstaklingar geta haft samband við særingarmenn.

Hassklúbbur í húsnæði McDonalds í Esbjerg

Hassklúbbur er til staðar í húsnæði McDonalds hamborgarakeðjunnar við Torvet í miðbæ Esbjerg í Danmörku. Þar með fer hin ólöglega starfsemi í klúbbnum fram í örfárra metra fjarlægð frá börnum og unglingum í borginni.

Vísindamenn sefa ótta

Rúm tíu ár eru liðin síðan David Morrison, ein fremsti geimlíffræðingur veraldar, hóf að svara spurningum frá fólki er varða mögulegan heimsendi þann 21. desember næstkomandi.

Stúdentar öskra í geimnum

Stúdentar við Cambridge-háskóla Á Englandi leggja nú lokahönd á verkefni sem mun endanlega skera úr um hvort að kenning breska eðlisfræðingsins Roberts Boyle um að hljóð ferðist ekki um lofttæmi.

Curiosity biður fólk um að róa sig

Vitjeppinn Curiosity hefur biðlað til fólks um halda ró sinni vegna væntanlegra tíðinda frá vísindamönnum NASA. Fyrr í vikunni greindi bandaríski fjölmiðillinn NPR frá því að tíðindin yrðu söguleg.

Bæli einhyrnings fannst í Norður-Kóreu

Fornleifafræðingar í Norður-Kóreu tilkynntu á dögunum að ævafornt bæli einhyrnings hefði fundist skammt frá klaustri í höfuðborginni Pyongyang.

Ætla að draga Ísraela til ábyrgðar

„Þetta er miklu meira en formsatriði,“ segir Mustafa Barghouti um áheyrnaraðild Palestínuríkis að allsherjarþingi SÞ. Nú munu Palestínumenn sækja um aðild að stofnunum SÞ, þar á meðal stríðsglæpadómstólnum í Hollandi til að draga Ísrael til ábyrgðar fyrir

Sjá næstu 50 fréttir