Erlent

Hjúkrunarkona Katrínar svipti sig lífi

MYND/AP
Talið er að hjúkrunarkona sem hlúði að Katrínu hertogynju af Cambridge hafi svipt sig lífi í dag. Tveir ástralskir útvarpsmenn gerðu henni grikk fyrr í vikunni þegar þeir hringdu á sjúkrahúsið þar sem Katrín hafði dvalið vegna uppkasta á meðgöngu.

Útvarpsmennirnir þóttust vera Elísabet Bretadrottning og Karl Bretaprins. Þau vildu fá upplýsingar um líðan hertogynjunnar og hjúkrunarkonan lét þær upplýsingar af hendi.

Talsmaður Scotland Yard tilkynnti fjölmiðlum í Bretlandi í dag að hjúkrunarkonan hefði fundist látin á heimili sínu. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og enn á eftir að skera úr um dánarorsök. Augljóst sé þó að andlát konunnar bar ekki að með saknæmum hætti og leikur því grunur á að konan hafi svipt sig lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×