Erlent

Myrti stúlku vegna hávaða

ÞEB skrifar
Rúmlega þrítugur maður í Svíþjóð hefur játað að hafa myrt þrettán ára gamla stúlku í september.

Maðurinn var pirraður á hávaða í fjölbýlishúsinu sem hann bjó í, og taldi hávaðann að mestu koma úr íbúð fjölskyldu stúlkunnar. Hann keypti hamar, járnsög og fleira um tveimur vikum áður en hann réðist að stúlkunni. Samkvæmt sálfræðimati á maðurinn við mikla geðræna erfiðleika að stríða og er ekki sakhæfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×