Erlent

Mikil átök við forsetahöllina í Kaíró

Til mikilla átaka kom fyrir utan forsetahöllina í Kaíró í Egyptalandi í gærkvöldi milli stuðningsmanna Morsis forseta landsins og stjórnarandstæðinga. Fjórir létu lífið í þessum átökum og fleiri hundruð særðust.

Þessar stríðandi fylkingar köstuðu grjóti og bensínsprengjum á hvor aðra auk þess að beita skotvopnum. Stjórnarandstæðingar eru ósáttir við að Morsi hafi tekið sér aukin völd og vilja að hann afsali sér þeim að nýju.

Tilkynnt var í gærkvöldi að Morsi myndi ávarpa þjóð sína í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×