Erlent

Yfir 12.000 fátækir Danir leita á náðir Hjálpræðishersins

Hjálpræðisherinn í Danmörku segir að yfir 12.000 fátækir Danir hafi leitað til þeirra í ár með beiðni um matargjafir fyrir jólin.

Þessa dagana streyma um 500 slíkar beiðnir á dag til Hjálpræðisherins og eru beiðnirnar sem koma í gegnum netið orðnar nær 11.000 talsins. Frestur til að sækja um rennur út á miðnætti í kvöld.

Þær fjölskyldur sem sækja um matargjafir fá á bilinu 700 til 1.200 danskar krónur eða allt að 25.000 krónum í formi gjafabréfs í matvöruverslanir. Upphæðin fer eftir fjölda barna í fjölskyldunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×