Erlent

Fyrsti vetrarbylurinn skapar öngþveiti í Svíþjóð

Fyrsti bylurinn í Svíþjóð á þessum vetri hefur skapað mikið öngþveiti einkum í austurhluta landsins og í nágrenni Stokkhólms.

Arlanda flugvöllur var lokaður í gærdag vegna mikillar snjókomu og öllum flugferðum var aflýst. Þetta setti áætlanir um 60.000 manns úr skorðum.

Umferð á vegum liggur öll meira og minna niðri og verulegar raskanir hafa orðið á lestarsamgöngum.

Í fréttaskeyti frá ritzau segir að héruðin Gotland og Öland séu meir og minna einangruð vegna snjókomunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×