Erlent

Lottómiði með 13 milljarða vinningi rennur út í kvöld

Fresturinn til að ná í hæsta ósótta lottóvinninginn í sögunni rennur út eftir 12 tíma. Vinningurinn sem hér um ræðir er tæplega 64 milljónir punda eða tæplega 13 milljarðar króna.

Um er að ræða miða í Euromillions lottóinu sem seldur var þann 8. júní í sumar. Samkvæmt reglum lottósins verður að sækja vinninga innan sex mánaða frá útdrætti þeirra annars fer upphæðin til góðgerðarmála.

Miði þessi var seldur í sjoppu í Hertfordskíri á Englandi. Margir sem búa þar munu verða að snúa íbúðum sínum á hvolf í dag í von um að þessi lottómiði leynst í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×