Erlent

Ellefu saknað eftir árekstur

Skipið Baltic Sea
Skipið Baltic Sea
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir standa nú yfir í Norðursjó en hollenska strandgæslan hefur bjargað þrettán manns úr tuttugu og fjögurra manna áhöfn á skipi sem sökk fyrr í kvöld. Ellefu er enn saknað, segir á vef BBC.

Skipið lenti í árekstri við gámaskip um hundrað kílómetra frá Rotterdam. Tvær þyrlur og þrír björgunarbátar eru á vettvangi og tvö skip frá sjóhernum í landinu. Veður er mjög slæmt, háar öldur og mikill vindur.

Björgunaraðgerðir standa enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×