Erlent

Nákvæmar myndir af Jörðinni að næturlagi opinberaðar

MYND/NASA
Vísindamenn NASA hafa birt nákvæmar ljósmyndir af Jörðinni að næturlagi. Er þetta í fyrsta skipti sem svo ítarlegar myndir af myrkvaðri plánetunni hafa litið dagsins ljós.

Ljósmyndirnar voru kynntar á ársfundi samtaka bandarískra jarðfræðinga í San Francisco í gær.

Það var gervitunglið NASA-NOAA sem náði myndunum. Langflest gervitungl hafa ekki burðina til að taka ljósmyndir að nóttu til.

Þessar nýju ljósmyndir eru samsettar úr minni myndum sem teknar voru á nokkurra mánaða tímabili. Á þeim má sjá gulleitan bjarma frá náttúrulegum og manngerðum fyrirbærum.

Hægt er að nálgast ljósmyndirnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×