Erlent

Játaði morðið í Færeyjum

Króati, sem héraðsdómur í Færeyjum sakfelldi í fyrradag fyrir morð, játaði í gær á sig verknaðinn, en til þess tíma hafði hann haldið fram sakleysi sínu.

Líkið hefur ekki fundist, en Króatinn sagði fyrir rétti í gær, að hann hafi kastað því í sjóinn. Króatinn sagði fyrir rétti, að eftir símtal við móður sína hafi hann ákveðið að játa á sig verknaðinn, enda hafi hún sagt honum að þá myndi hann sofa betur.

Dómari á eftir að ákveða refsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×