Erlent

Elsti jarðarbúinn látinn, 116 ára að aldri

Besse Cooper er látin 116 ára að aldri í Bandaríkjunum en hún var elsti jarðarbúinn sem var enn á lífi. Cooper lést á dvalarheimili sínu í Atlanta í Georgíu en hún hafði glímt við veirusýkingu dagana fyrir andlát sitt.

Heimsmetabók Guinness staðfesti það í fyrra að Cooper væri elsti jarðarbúinn. Cooper fæddist í Tennessee árið 1896 og hefur því lifað á þremur öldum.

Hún flutti til Georgíu meðan á fyrri heimsstryjöldinni stóð og gerðist kennari. Því starfi gengdi hún alla sína starfsævi.

Elsti jarðarbúinn í sögunni var hinsvegar franska konan Jeanne Calment sem náði 122 ára aldri áður en hún lést árið 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×